Hafna því að málsóknin sé „gróðabrall“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2015 14:46 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn af þeim sem standa að málsókninni. vísir/gva Stjórn málsóknarfélags sem hyggur á hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni segir ekki rétt að málsóknin sé að frumkvæði lögmanna í Reykjavík, eins og Björgólfur láti liggja að í yfirlýsingu sem birtist í fjölmiðlum í gær. Í yfirlýsingunni kom fram það mat Björgólfs að málsóknin væri „gróðabrall“ lögmanna en í fréttatilkynningu málsóknarfélagsins er þessu hafnað. „Fyrirhuguð hópmálsókn er ekki hugmynd þeirra lögmanna sem Björgólfur vísar til, heldur hluthafa í Landsbanka Íslands hf. Hluthafinn viðraði hugmyndir um hópmálsókn á hendur Björgólfi í fjölmiðlum þegar á árinu 2010 eftir að fram komu upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gáfu til kynna að Björgólfur hefði ekki fylgt þeim reglum sem gilda um upplýsingagjöf til hlutahafa.“Samið um fasta þóknun til lögmanna til að takmarka áhættu Í kjölfarið hafi svo farið í gang umfangsmikil gagnaöflun í samráði við ákveðna hlutahafa gamla Landsbankans sem nauðsynleg var fyrir undirbúning málsóknar á hendur Björgólfi. Lögmennirnir hafi svo unnið að gerð stefnu vegna málsóknarinnar. „Til þess að takmarka áhættu af kostnaði fyrir málsóknarfélagið var talið rétt að semja við lögmannsstofu um fasta þóknun til lögmanna. Í samningi málsóknarfélagsins við þá lögmannsstofu sem hefur tekið að sér málareksturinn var samið um fasta þóknun, 20 milljónir kr. auk virðisaukaskatts, og að auki fá lögmenn 10% af ávinningi af málaferlunum. Kostnaður af málarekstrinum er því fyrirfram ljós.“ Þá segir í tilkynningu málsóknarfélagsins að stærri hluthafar muni bera mestan kostnað og áhættu af rekstri málsins. Þá sé það hlutverk stjórnar félagsins að gæta þess að nægir fjármunir séu fyrir hendi vegna reksturs málsins áður en lagt er af stað „og að ekki sé stofnað til kostnaðar við rekstur umfram efni.“„Nauðsynlegt“ að auglýsa í fjölmiðlum Málsóknarfélagið telur svo að ekki sé bannað að auglýsa hópmálsókn í fjölmiðlum en Björgólfur vill meina að lögmennirnir beiti „vafasömum meðölum“ til „að lokka“ fleiri hluthafa að málsókninni. „Til þess að koma upplýsingum til allra hluthafa Landsbanka Íslands hf. er nauðsynlegt að auglýsa slíkt í fjölmiðlum. Aðrar aðferðir verða að teljast óraunhæfar. Beinlínis er gert ráð fyrir því í lögum um hópmálsókn að leitast sé við að safna saman aðilum sem eiga sameiginlega hagsmuni. Björgólfur heldur því fram að með því að auglýsa fyrirhugaða hópmálsókn í fjölmiðlum séu lögmenn félagsins að „lokka til sín viðskiptavini á röngum forsendum“ og séu tilbúnir að beita til þess „vafasömum meðölum“. Dómstólar munu skera úr um það hvort Björgólfur hefur brotið gegn réttindum hluthafa og valdið þeim tjóni.“ Tengdar fréttir Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Telja Björgólf Thor hafa komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar lánveitingar. 23. júní 2015 20:37 Björgólfur segir hópmálsókn gegn sér „gróðabrall" lögmanna Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent kvörtun til Lögmannafélagsins vegna þess sem hann telur brot á siðareglum lögmanna. 24. júní 2015 14:39 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Stjórn málsóknarfélags sem hyggur á hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni segir ekki rétt að málsóknin sé að frumkvæði lögmanna í Reykjavík, eins og Björgólfur láti liggja að í yfirlýsingu sem birtist í fjölmiðlum í gær. Í yfirlýsingunni kom fram það mat Björgólfs að málsóknin væri „gróðabrall“ lögmanna en í fréttatilkynningu málsóknarfélagsins er þessu hafnað. „Fyrirhuguð hópmálsókn er ekki hugmynd þeirra lögmanna sem Björgólfur vísar til, heldur hluthafa í Landsbanka Íslands hf. Hluthafinn viðraði hugmyndir um hópmálsókn á hendur Björgólfi í fjölmiðlum þegar á árinu 2010 eftir að fram komu upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gáfu til kynna að Björgólfur hefði ekki fylgt þeim reglum sem gilda um upplýsingagjöf til hlutahafa.“Samið um fasta þóknun til lögmanna til að takmarka áhættu Í kjölfarið hafi svo farið í gang umfangsmikil gagnaöflun í samráði við ákveðna hlutahafa gamla Landsbankans sem nauðsynleg var fyrir undirbúning málsóknar á hendur Björgólfi. Lögmennirnir hafi svo unnið að gerð stefnu vegna málsóknarinnar. „Til þess að takmarka áhættu af kostnaði fyrir málsóknarfélagið var talið rétt að semja við lögmannsstofu um fasta þóknun til lögmanna. Í samningi málsóknarfélagsins við þá lögmannsstofu sem hefur tekið að sér málareksturinn var samið um fasta þóknun, 20 milljónir kr. auk virðisaukaskatts, og að auki fá lögmenn 10% af ávinningi af málaferlunum. Kostnaður af málarekstrinum er því fyrirfram ljós.“ Þá segir í tilkynningu málsóknarfélagsins að stærri hluthafar muni bera mestan kostnað og áhættu af rekstri málsins. Þá sé það hlutverk stjórnar félagsins að gæta þess að nægir fjármunir séu fyrir hendi vegna reksturs málsins áður en lagt er af stað „og að ekki sé stofnað til kostnaðar við rekstur umfram efni.“„Nauðsynlegt“ að auglýsa í fjölmiðlum Málsóknarfélagið telur svo að ekki sé bannað að auglýsa hópmálsókn í fjölmiðlum en Björgólfur vill meina að lögmennirnir beiti „vafasömum meðölum“ til „að lokka“ fleiri hluthafa að málsókninni. „Til þess að koma upplýsingum til allra hluthafa Landsbanka Íslands hf. er nauðsynlegt að auglýsa slíkt í fjölmiðlum. Aðrar aðferðir verða að teljast óraunhæfar. Beinlínis er gert ráð fyrir því í lögum um hópmálsókn að leitast sé við að safna saman aðilum sem eiga sameiginlega hagsmuni. Björgólfur heldur því fram að með því að auglýsa fyrirhugaða hópmálsókn í fjölmiðlum séu lögmenn félagsins að „lokka til sín viðskiptavini á röngum forsendum“ og séu tilbúnir að beita til þess „vafasömum meðölum“. Dómstólar munu skera úr um það hvort Björgólfur hefur brotið gegn réttindum hluthafa og valdið þeim tjóni.“
Tengdar fréttir Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Telja Björgólf Thor hafa komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar lánveitingar. 23. júní 2015 20:37 Björgólfur segir hópmálsókn gegn sér „gróðabrall" lögmanna Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent kvörtun til Lögmannafélagsins vegna þess sem hann telur brot á siðareglum lögmanna. 24. júní 2015 14:39 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Telja Björgólf Thor hafa komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar lánveitingar. 23. júní 2015 20:37
Björgólfur segir hópmálsókn gegn sér „gróðabrall" lögmanna Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent kvörtun til Lögmannafélagsins vegna þess sem hann telur brot á siðareglum lögmanna. 24. júní 2015 14:39