SPRON-málið: „Engar vísbendingar um að brot hafi yfir höfuð átt sér stað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2015 13:01 Frá aðalmeðferð málsins fyrr í þessum mánuði. vísir/gva Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist sem sýknuð var af ákæru um umboðssvik í morgun, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms í málinu sé ánægjuleg og í samræmi við það sem lagt var upp með. Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins voru ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON lánaði Exista þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir voru allir sýknaðir fyrir dómi í dag. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Margrétar Guðmundsdóttur sem sat í stjórn SPRON, segir að dómurinn komi ekki á óvart. Hann sé afdráttarlaus og meðal annars hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að ekki hafi verið aflað nægjanlegra upplýsinga um Exista. Þvert á móti segir dómurinn að hið gagnstæða eigi við og að stjórnin hafi byggt á nýjustu og bestu upplýsingum sem völ var á þegar lánið var veitt.Engin skilyrði sakfellingar til staðar „Það er því ekki þannig að það skorti upp á að eitthvað teljist sannað í málin og að það ráði niðurstöðunni, þvert á móti finnur dómurinn engar vísbendingar um að brot hafi yfir höfuð átt sér stað. Dómurinn fellur því ekki á skorti á sönnun sem slíkri heldur öllu fremur á því að nákvæmlega engin skilyrði sakfellingar séu til staðar. Ekki eitt einasta,“ segir Páll. Hann segist ekki eiga von á því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en bendir jafnframt á að það séu aðrir sem taki ákvörðun um það. Aðspurður hvort hann vilji eitthvað segja um málatilbúnað sérstaks saksóknara vegna málsins segir Páll: „Nei. Það væri ósanngjarnt að beina einhverjum gífuryrðum að Sérstökum saksóknara vegna þessa máls. Þar vinnur gott, heiðarlegt og hæft fólk sem er að gera sitt besta og vinnur mikilvægt starf í þágu samfélagsins.“ Tengdar fréttir Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins Fimmmenningarnir í SPRON-málinu voru allir sýknaðir og þá fellur allur málskostnaður á ríkið. 25. júní 2015 10:55 Öll sýknuð í SPRON-málinu Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik. 25. júní 2015 10:00 Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist sem sýknuð var af ákæru um umboðssvik í morgun, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms í málinu sé ánægjuleg og í samræmi við það sem lagt var upp með. Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins voru ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON lánaði Exista þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir voru allir sýknaðir fyrir dómi í dag. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Margrétar Guðmundsdóttur sem sat í stjórn SPRON, segir að dómurinn komi ekki á óvart. Hann sé afdráttarlaus og meðal annars hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að ekki hafi verið aflað nægjanlegra upplýsinga um Exista. Þvert á móti segir dómurinn að hið gagnstæða eigi við og að stjórnin hafi byggt á nýjustu og bestu upplýsingum sem völ var á þegar lánið var veitt.Engin skilyrði sakfellingar til staðar „Það er því ekki þannig að það skorti upp á að eitthvað teljist sannað í málin og að það ráði niðurstöðunni, þvert á móti finnur dómurinn engar vísbendingar um að brot hafi yfir höfuð átt sér stað. Dómurinn fellur því ekki á skorti á sönnun sem slíkri heldur öllu fremur á því að nákvæmlega engin skilyrði sakfellingar séu til staðar. Ekki eitt einasta,“ segir Páll. Hann segist ekki eiga von á því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en bendir jafnframt á að það séu aðrir sem taki ákvörðun um það. Aðspurður hvort hann vilji eitthvað segja um málatilbúnað sérstaks saksóknara vegna málsins segir Páll: „Nei. Það væri ósanngjarnt að beina einhverjum gífuryrðum að Sérstökum saksóknara vegna þessa máls. Þar vinnur gott, heiðarlegt og hæft fólk sem er að gera sitt besta og vinnur mikilvægt starf í þágu samfélagsins.“
Tengdar fréttir Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins Fimmmenningarnir í SPRON-málinu voru allir sýknaðir og þá fellur allur málskostnaður á ríkið. 25. júní 2015 10:55 Öll sýknuð í SPRON-málinu Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik. 25. júní 2015 10:00 Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins Fimmmenningarnir í SPRON-málinu voru allir sýknaðir og þá fellur allur málskostnaður á ríkið. 25. júní 2015 10:55
Öll sýknuð í SPRON-málinu Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik. 25. júní 2015 10:00
Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13