Rafmagnsbíll fljótastur á Pikes Peak æfingum Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 10:04 Rhys Millen við lettneska rafmagnsbílinn. Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Sú fáheyrða niðurstaða að rafmagnsbíll muni vinna Pikes Peak klifurkeppnina gæti orðið að veruleika fyrsta sinni í ár í 93 ára sögu keppninnar. Á öðrum degi æfinga fyrir keppnina náði Rhys Millen besta tíma allra bíla á bíl eingöngu drifnum rafmagni og það sem meira er, hann náði rúmlega 16 sekúndum betri tíma en næsti bíll. Millen lét hafa eftir sér að bíllinn ætti meira inni og sá litli tími sem hann hefur nú þegar átt undir stýri á þessum rafmagnsbíl gerði það að verkum að hann næði ekki öllu út úr bílnum, en það myndi aðeins batna. Því má búast við því að hann geri enn betur þegar að keppninni sjálfri kemur, enda segir hann að bíllinn sé hraðari en hann sjálfur ræður við eins og er. Þessi rafmagnsbíll er smíðaður í Lettlandi og ber heitið eO PP03. Næsti bíll á eftir Rhys Millen er Porsche 911 með bensínvél. Tími Rhys Millen var 3:43,75, en Porsche 911 bíllinn náði 4:00,75.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent