Þrýst á Evrópusambandið um strangt viðmið útblásturs bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 10:05 Evrópusambandið er undir þrýstingu um strangar reglur vegna útblásturs bíla. Fjórar Evrópuþjóðir og fjölmargir stjórnmálamenn annarra landa álfunnar hafa hvatt Evrópusambandið til að setja afar strangar viðmiðanir vegna útblásturs bíla fyrir árið 2025. Síðasta reglugerð Evrópusambandsins var til 2021 og þar var bílaframleiðendum sett það markmið að allir bílar þeirra mengi að hámarki 95 g af CO2 að meðaltali. Þegar þetta viðmið var sett voru uppi áform Evrópusambandsins að setja enn strangari viðmið en ákvörðun tekin um þessa tölu vegna mikils þrýstings frá þýsku bílaframleiðendunum. Núna hafa þeir stjórnmálamenn sem þrýsta á um mun strangar viðmið, og eru úr röðum grænna flokka þessara landa, lagt til að viðmiðið verði sett á bilinu 68 til 78 g af CO2. Búast má við því að slíkum viðmiðunum verði mótmælt af mörgum bílaframleiðendum. Evrópusambandið mun tilkynna um nýtt viðmið fyrir árið 2025 á næsta ári. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Fjórar Evrópuþjóðir og fjölmargir stjórnmálamenn annarra landa álfunnar hafa hvatt Evrópusambandið til að setja afar strangar viðmiðanir vegna útblásturs bíla fyrir árið 2025. Síðasta reglugerð Evrópusambandsins var til 2021 og þar var bílaframleiðendum sett það markmið að allir bílar þeirra mengi að hámarki 95 g af CO2 að meðaltali. Þegar þetta viðmið var sett voru uppi áform Evrópusambandsins að setja enn strangari viðmið en ákvörðun tekin um þessa tölu vegna mikils þrýstings frá þýsku bílaframleiðendunum. Núna hafa þeir stjórnmálamenn sem þrýsta á um mun strangar viðmið, og eru úr röðum grænna flokka þessara landa, lagt til að viðmiðið verði sett á bilinu 68 til 78 g af CO2. Búast má við því að slíkum viðmiðunum verði mótmælt af mörgum bílaframleiðendum. Evrópusambandið mun tilkynna um nýtt viðmið fyrir árið 2025 á næsta ári.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent