Næsti Kóngulóarmaður er ansi lipur Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 21:18 Tom Holland er næsti Spiderman. Vísir/IMdB/Instagram Hinn nítján ára gamli Tom Holland mun leika Kóngulóarmanninn í næstu uppfærslu Marvel-fyrirtækisins á þessari ofurhetju. Leikstjóri myndarinnar verður Jon Watts en hún verður frumsýnd 28. júlí árið 2017. Einhverjir gætu kannast við kauða úr kvikmyndinni The Impossible þar sem hann lék son hjóna sem Naomi Watts og Ewan McGregor léku en myndin sagði frá raunum fjölskyldu sem lifði af flóðbylgjuna miklu við Indlandshaf árið 2004. Í vetur birtist hann í mynd leikstjórans Ron Howard sem nefnist In the Heart of the Sea. Mótleikari hans í þeirri mynd er Chris Hemsworth en sá hefur getið sér gott orð fyrir túlkun sína á þrumuguðinum Þór í Marvel-myndunum. Holland er þriðji leikarinn frá árinu 2002 til að leika Kóngulóarmanninn en síðast var það Andrew Garfield sem lék ofurhetjuna tveimur myndum. Margir vildu hreppa þetta hlutverk en að lokum varð Holland fyrir valinu en ef eitthvað er að marka Instagram-aðgang kauða á hann eftir að geta framkvæmt nokkur áhættuatriði. More fun more fun A video posted by ✌️ (@tomholland2013) on Jun 21, 2015 at 7:40am PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Tom Holland mun leika Kóngulóarmanninn í næstu uppfærslu Marvel-fyrirtækisins á þessari ofurhetju. Leikstjóri myndarinnar verður Jon Watts en hún verður frumsýnd 28. júlí árið 2017. Einhverjir gætu kannast við kauða úr kvikmyndinni The Impossible þar sem hann lék son hjóna sem Naomi Watts og Ewan McGregor léku en myndin sagði frá raunum fjölskyldu sem lifði af flóðbylgjuna miklu við Indlandshaf árið 2004. Í vetur birtist hann í mynd leikstjórans Ron Howard sem nefnist In the Heart of the Sea. Mótleikari hans í þeirri mynd er Chris Hemsworth en sá hefur getið sér gott orð fyrir túlkun sína á þrumuguðinum Þór í Marvel-myndunum. Holland er þriðji leikarinn frá árinu 2002 til að leika Kóngulóarmanninn en síðast var það Andrew Garfield sem lék ofurhetjuna tveimur myndum. Margir vildu hreppa þetta hlutverk en að lokum varð Holland fyrir valinu en ef eitthvað er að marka Instagram-aðgang kauða á hann eftir að geta framkvæmt nokkur áhættuatriði. More fun more fun A video posted by ✌️ (@tomholland2013) on Jun 21, 2015 at 7:40am PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein