Keppinautur Audi Allroad frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 10:25 Audi Allroad árgerð 2013. Mercedes Benz íhugar þessa dagana að framleiða bíl sem keppa á við hinn vel heppnaða Audi Allroad sem selst hefur vel frá upphafi. Yrði slíkur bíll frá Mercedes Benz byggður á annaðhvort C-Class eða E-Class bílunum og stæði hærra á vegi en grunngerðirnar, líkt og Audi A6 og A4 Allroad bílarnir gera. Í þessum flokki bíla hafa hingað til söluhæstu bílgerðirnar verið Audi Allroad, Volvo XC70 Cross Country og Subaru Outback þó svo fleiri bílaframleiðendur hafi teflt fram bílum í þessum flokki, en með minni árangri. Mercedes Benz hefur að undanförnu fjölgað mjög bílgerðum sínum og teflir fyrirtækið fram bílum í flestum flokkum bíla, en þó ekki í þessum flokki og nú ætlar Benz að bæta úr því og láta keppinautinn Audi ekki eftir sviðið. Þó svo að Audi Allroad seljist vel í Evrópu hefur sala hans í Bandaríkjunum aldrei náð neinu flugi og mest seldist af bílnum árið 2013, eða 5.300 eintök, sem ekki telst mikið á þessum stóra bílamarkaði. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa aldrei verið aðdáendur station-bíla, heldur hafa frekar valið jeppa og jepplinga. Þetta þekkja þeir hjá Mercedes Benz og hafa því ekki í hyggju að bjóða keppinaut Audi Allroad vestanhafs. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Mercedes Benz íhugar þessa dagana að framleiða bíl sem keppa á við hinn vel heppnaða Audi Allroad sem selst hefur vel frá upphafi. Yrði slíkur bíll frá Mercedes Benz byggður á annaðhvort C-Class eða E-Class bílunum og stæði hærra á vegi en grunngerðirnar, líkt og Audi A6 og A4 Allroad bílarnir gera. Í þessum flokki bíla hafa hingað til söluhæstu bílgerðirnar verið Audi Allroad, Volvo XC70 Cross Country og Subaru Outback þó svo fleiri bílaframleiðendur hafi teflt fram bílum í þessum flokki, en með minni árangri. Mercedes Benz hefur að undanförnu fjölgað mjög bílgerðum sínum og teflir fyrirtækið fram bílum í flestum flokkum bíla, en þó ekki í þessum flokki og nú ætlar Benz að bæta úr því og láta keppinautinn Audi ekki eftir sviðið. Þó svo að Audi Allroad seljist vel í Evrópu hefur sala hans í Bandaríkjunum aldrei náð neinu flugi og mest seldist af bílnum árið 2013, eða 5.300 eintök, sem ekki telst mikið á þessum stóra bílamarkaði. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa aldrei verið aðdáendur station-bíla, heldur hafa frekar valið jeppa og jepplinga. Þetta þekkja þeir hjá Mercedes Benz og hafa því ekki í hyggju að bjóða keppinaut Audi Allroad vestanhafs.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent