Pininfarina ekki til Mahindra Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 09:37 Ferrari Sergio bíllinn sem Pininfarina hannaði í tilefni fráfalls Sergio Pininfarina, stofnanda hönnunarhússins. Í mars síðastliðnum var greint hér frá að Indverski bílaframleiðandinn Mahindra væri við það að taka yfir ítalska bílahönnunarhúsið Pininfarina, sem var þá komið að fótum fram sökum skulda. Nú hafa lánveitendur Pininfarina ákveðið að selja Mahindra ekki Pininfarina. Er þar um að ræða þrjá ítalska banka. Þeim hugnaðist ekki aðkoma Mahindra, sem þó ætlaði að grinnka á skuldum Pininfarina um helming, en þær nema nú ríflega 13 milljörðum króna. Kemur þessi niðurstaða á óvart, en svo virtist sem kaupsamningu væri um garð genginn og fátt gæti stöðvað yfirtöku Mahindra á Pininfarina. Mjög illa hefur gengið hjá Pininfarina á síðustu árum, svo illa að fyrirtækið fór að mestu úr bílahönnun árið 2011 og einbeitti sér að öðrum hönnunarverkefnum. Þekking Pininfarina við að hann bíla er þó enn til staðar, eins og sést vel á Ferrari Sergio bílnum hér að ofan sem hönnunarfyrirtækið skapaði nýlega fyrir Ferrari í tilefni þess að Sergio Pininfarina, stofnandi hönnunarhússins ítalska lést. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Í mars síðastliðnum var greint hér frá að Indverski bílaframleiðandinn Mahindra væri við það að taka yfir ítalska bílahönnunarhúsið Pininfarina, sem var þá komið að fótum fram sökum skulda. Nú hafa lánveitendur Pininfarina ákveðið að selja Mahindra ekki Pininfarina. Er þar um að ræða þrjá ítalska banka. Þeim hugnaðist ekki aðkoma Mahindra, sem þó ætlaði að grinnka á skuldum Pininfarina um helming, en þær nema nú ríflega 13 milljörðum króna. Kemur þessi niðurstaða á óvart, en svo virtist sem kaupsamningu væri um garð genginn og fátt gæti stöðvað yfirtöku Mahindra á Pininfarina. Mjög illa hefur gengið hjá Pininfarina á síðustu árum, svo illa að fyrirtækið fór að mestu úr bílahönnun árið 2011 og einbeitti sér að öðrum hönnunarverkefnum. Þekking Pininfarina við að hann bíla er þó enn til staðar, eins og sést vel á Ferrari Sergio bílnum hér að ofan sem hönnunarfyrirtækið skapaði nýlega fyrir Ferrari í tilefni þess að Sergio Pininfarina, stofnandi hönnunarhússins ítalska lést.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent