„Þetta er stærsti hópur flóttafólks vegna átaka í um 25 ár,“ segir yfirmaður stofnunarinnar António Guterres. „Þetta fólk þarf á stuðningi heimsins að halda, en býr þess í stað við alvarlegar aðstæður og sekkur dýpra og dýpra í fátækt.“

Hún segist hafa verið ánægð með að fá að sjá annað land, hins vegar hafi hún verið afar sorgmædd yfir því að yfirgefa heimaland sitt og herbergið þar sem hún ólst upp. Hún býr nú með fjölskyldu sinni í stærstu flóttamannabúðum Tyrklands.
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í rúm fjögur ár og hefur fjöldi flóttamanna sífellt aukist. Einungis tíu mánuðir eru frá því að fjöldi flóttamanna náði þremur milljónum. UNHCR býst við því að lok ársins verði flóttamenn alls 4,27 milljónir talsins.
„Sífellt versnandi aðstæður í Sýrlandi rekur fleiri og fleiri til Evrópu og jafnvel lengra, en meirihlutinn vill vera áfram á svæðinu. Við getum ekki leyft flóttafólkinu og samfélögunum sem hafa tekið á móti þeim að finna fyrir meiri örvæntingu,“ segir Guterres.

Fyrr á árinu fór Flóttamannastofnunin fram á um 5,5 milljarða dala vegna ástandsins. Hins vegar hefur þeim einungis borist um einn fjórði af þeirri upphæð. Þess vegna á flóttafólkið von á því að dregið verði úr matarskömmtum þeirra og öðrum nauðsynjum.

Flóttamennirnir sökkva dýpra og dýpra í fátækt, barnaþrælkun eykst, sem og betl og fleiri og fleiri börn eru látin giftast.
Þar að auki hefur þessi mikli fjöldi flóttafólks mikil neikvæð áhrif á þau samfélög sem hýsa þau. Samkeppni um vinnu, húsnæði, vatn og orku eykst og hætt er á að samfélögin hætti að ráða við þennan fjölda.