Everest verður opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 8. júlí 2015 12:57 Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, er sögð lofa góðu. Vísir Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár. Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes. Þessi ákvörðun aðstandenda elstu kvikmyndahátíðar heims hlýtur að teljast mikill heiður fyrir Baltasar Kormák en í fyrra var Birdman opnunarmynd hátíðarinnar og árið 2013 myndin Gravity. Birdman var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár en Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjórinn á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra fyrir kvikmyndina Gravity. Bandaríska tímaritið Variety segir frá því á vef sínum að myndin var sýnd á lokaðri sýningu á kvikmyndaráðstefnunni CineEurope í Barcelona í síðustu viku og voru ráðstefnugestir sagðir hrifnir af henni. Kvikmyndahátíðin í Feneyjum stendur yfir dagana 2. til 12. September og mun er fyrrnefndur Alfonso Cuarón formaður aðaldómnefndar hennar. Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31 Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár. Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes. Þessi ákvörðun aðstandenda elstu kvikmyndahátíðar heims hlýtur að teljast mikill heiður fyrir Baltasar Kormák en í fyrra var Birdman opnunarmynd hátíðarinnar og árið 2013 myndin Gravity. Birdman var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár en Alfonso Cuarón var valinn besti leikstjórinn á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra fyrir kvikmyndina Gravity. Bandaríska tímaritið Variety segir frá því á vef sínum að myndin var sýnd á lokaðri sýningu á kvikmyndaráðstefnunni CineEurope í Barcelona í síðustu viku og voru ráðstefnugestir sagðir hrifnir af henni. Kvikmyndahátíðin í Feneyjum stendur yfir dagana 2. til 12. September og mun er fyrrnefndur Alfonso Cuarón formaður aðaldómnefndar hennar.
Tengdar fréttir Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31 Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31
Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42