Yngri fyrirtæki að jafnaði yfir helmingur gjaldþrota í kringum hrun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. júlí 2015 12:04 Hagstofan birtir sundurgreindar upplýsingar um aldur gjaldþrota fyrirtækja. Mynd tengist frétt ekki beint. VÍSIR/VILHELM Yngri fyrirtæki komu verr út úr efnahagshruninu árið 2008 heldur en þau eldri. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar þar sem aldur gjaldþrota fyrirtækja er flokkaður. Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, hefur farið greint tölurnar. Hann segir að yngri og smærri fyrirtæki séu viðkvæmari fyrir hagsveiflum og ytri fjármálaskilyrðum. Á tímabilinu 2007 til 2009 hafi hlutfall fyrirtækja yngri en 7 ára að meðaltali verið yfir helmingur gjaldþrota. „Fyrir hrun þá skapast aðstæður þar sem fjármagn er ódýrt og þá er ódýrt að stofna fyrirtæki. Þá kemstu upp með rekstur á fyrirtæki sem ber sig ekki á öðrum stöðum hagsveiflunnar. Við erum að tala um þegar einkaneysla er mikil og mikill kaupmáttur,“ segir hann. „Það sem gerist er að yngri fyrirtæki sem eru skuldsettari og ekki komin með góða viðskiptasögu og viðskiptavild eins og önnur fyrirtæki koma verr út úr niðursveiflunni.“ Í samantekt sem Ingvar gerði fyrir hagfræðideild Landsbankans kemur fram að á árinu hafa þrír nýir framtakssjóðir tekið til starfa sem munu einbeita sér að fjárfestingum á fyrstu stigum fyrirtækja. Sjóðirnir búa yfir fjárfestingargetu upp á 11,5 milljarða króna sem bætir frekar fjárfestingarumhverfi frumkvöðla. „Sem gerir það að verkum að þau fyrirtæki sem hefðu kannski ekki fengið að njóta þessarar fjárfestingar, þau munu ná kannski meiri vexti og meiri atvinnuvexti. Það er náttúrulega mjög gott og mjög samfélagslega hagkvæmt fyrir þjóðfélagið,“ segir Ingvar. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan birtir sundurgreindar upplýsingar um aldur gjaldþrota fyrirtækja. Ingvar segir gott að tölurnar séu birtar en hann vill fá frekari upplýsingar frá Hagstofunni. „Mikilvægast væri kannski að aldur gjaldþrota fyrirtækja væri skipt eftir starfsemi og þá væri kannski hægt að greina betur í hvaða greinum þessi fyrirtæki eru að koma verr upp; hvort við erum að tala um fasteignafélög, fjármálafyrirtæki, vísindalega starfsemi eða þess háttar,“ segir hann. „Þá getum við greint betur hvernig þessi fyrirtæki eru að koma út úr hagsveiflunni og fleira.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Yngri fyrirtæki komu verr út úr efnahagshruninu árið 2008 heldur en þau eldri. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar þar sem aldur gjaldþrota fyrirtækja er flokkaður. Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, hefur farið greint tölurnar. Hann segir að yngri og smærri fyrirtæki séu viðkvæmari fyrir hagsveiflum og ytri fjármálaskilyrðum. Á tímabilinu 2007 til 2009 hafi hlutfall fyrirtækja yngri en 7 ára að meðaltali verið yfir helmingur gjaldþrota. „Fyrir hrun þá skapast aðstæður þar sem fjármagn er ódýrt og þá er ódýrt að stofna fyrirtæki. Þá kemstu upp með rekstur á fyrirtæki sem ber sig ekki á öðrum stöðum hagsveiflunnar. Við erum að tala um þegar einkaneysla er mikil og mikill kaupmáttur,“ segir hann. „Það sem gerist er að yngri fyrirtæki sem eru skuldsettari og ekki komin með góða viðskiptasögu og viðskiptavild eins og önnur fyrirtæki koma verr út úr niðursveiflunni.“ Í samantekt sem Ingvar gerði fyrir hagfræðideild Landsbankans kemur fram að á árinu hafa þrír nýir framtakssjóðir tekið til starfa sem munu einbeita sér að fjárfestingum á fyrstu stigum fyrirtækja. Sjóðirnir búa yfir fjárfestingargetu upp á 11,5 milljarða króna sem bætir frekar fjárfestingarumhverfi frumkvöðla. „Sem gerir það að verkum að þau fyrirtæki sem hefðu kannski ekki fengið að njóta þessarar fjárfestingar, þau munu ná kannski meiri vexti og meiri atvinnuvexti. Það er náttúrulega mjög gott og mjög samfélagslega hagkvæmt fyrir þjóðfélagið,“ segir Ingvar. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan birtir sundurgreindar upplýsingar um aldur gjaldþrota fyrirtækja. Ingvar segir gott að tölurnar séu birtar en hann vill fá frekari upplýsingar frá Hagstofunni. „Mikilvægast væri kannski að aldur gjaldþrota fyrirtækja væri skipt eftir starfsemi og þá væri kannski hægt að greina betur í hvaða greinum þessi fyrirtæki eru að koma verr upp; hvort við erum að tala um fasteignafélög, fjármálafyrirtæki, vísindalega starfsemi eða þess háttar,“ segir hann. „Þá getum við greint betur hvernig þessi fyrirtæki eru að koma út úr hagsveiflunni og fleira.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira