Bugatti Chiron er arftaki Veyron Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 08:45 Bugatti Chiron verður sannkallaður ofurbíll. Nú þegar framleiðslu Bugatti Veyron hefur verið hætt er unnið hörðum höndum að arftaka hans sem bera mun nafnið Bugatti Chiron. Þegar Bugatti Veyron var fyrst kynntur var hann með 1.001 hestafla vél en í síðari útgáfu hans, Super Sport, var hann kominn uppí 1.200 hestöfl. Sá nýi mun hins vegar fá 1.500 hestöfl í húddið úr 8,0 lítra W16 vél sem að auki er með fjórar forþjöppur, tvær þeirra rafdrifnar. Með öll þessi hestöfl fer þessi fákur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á rétt rúmum 2 sekúndum og hámarkshraðinn verður 450 km/klst. Bíllinn mun kosta líklega um 2,4 milljónir dollara, eða 315 milljónir króna. Chiron mun erfa eitthvað frá Veyron bílnum en 90% parta hans verða hinsvegar nýir. Hann verður að sjálfsögðu að miklu leiti úr koltrefjum til að halda niðri þyngd hans. Innanrými bílsins verður rýmra en í Veyron, útsýni úr bílnum betra og sætisstaðan þægilegri.Stjórnarformannsskipti VW gæti breytt BugattiLangan tíma hefur tekið að þróa Chiron og á það helst skýringar með því að núverandi forstjóri Volkswagen, sem á Bugatti, hefur ekki verið alltof hrifinn af stefnu fráfarandi stjórnarformanni VW, Ferdinand Piëch, sem mestu hefur ráðið um rekstur Bugatti. Piëch hefur ávallt verið slétt sama hvort Bugatti hafi verið rekið með hagnaði, svo fremi sem fyrirtækið framleiði stórkostlega bíla. Nú er Piëch horfinn á braut og því gæti farið svo að núverandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, fresti enn komu bílsins og vilji ekki hella endalausum peningum í þróun hans. Hann vill reka öll fyrirtæki sem heyra undir Volkswagen bílafjölskyldunnar með hagnaði. Svo langt var þróun Chiron komin að hann mun örugglega sjá dagsljósi, en ekki er víst að áframhaldandi rekstur Bugatti verði á sömu nótum undir stjórn Winterkorn. Bílaáhugamenn fagna samt þróun bíla eins og Veyron og Chiron og vonandi verður sem minnst breyting á Bugatti hvað slíkt snertir. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður
Nú þegar framleiðslu Bugatti Veyron hefur verið hætt er unnið hörðum höndum að arftaka hans sem bera mun nafnið Bugatti Chiron. Þegar Bugatti Veyron var fyrst kynntur var hann með 1.001 hestafla vél en í síðari útgáfu hans, Super Sport, var hann kominn uppí 1.200 hestöfl. Sá nýi mun hins vegar fá 1.500 hestöfl í húddið úr 8,0 lítra W16 vél sem að auki er með fjórar forþjöppur, tvær þeirra rafdrifnar. Með öll þessi hestöfl fer þessi fákur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á rétt rúmum 2 sekúndum og hámarkshraðinn verður 450 km/klst. Bíllinn mun kosta líklega um 2,4 milljónir dollara, eða 315 milljónir króna. Chiron mun erfa eitthvað frá Veyron bílnum en 90% parta hans verða hinsvegar nýir. Hann verður að sjálfsögðu að miklu leiti úr koltrefjum til að halda niðri þyngd hans. Innanrými bílsins verður rýmra en í Veyron, útsýni úr bílnum betra og sætisstaðan þægilegri.Stjórnarformannsskipti VW gæti breytt BugattiLangan tíma hefur tekið að þróa Chiron og á það helst skýringar með því að núverandi forstjóri Volkswagen, sem á Bugatti, hefur ekki verið alltof hrifinn af stefnu fráfarandi stjórnarformanni VW, Ferdinand Piëch, sem mestu hefur ráðið um rekstur Bugatti. Piëch hefur ávallt verið slétt sama hvort Bugatti hafi verið rekið með hagnaði, svo fremi sem fyrirtækið framleiði stórkostlega bíla. Nú er Piëch horfinn á braut og því gæti farið svo að núverandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, fresti enn komu bílsins og vilji ekki hella endalausum peningum í þróun hans. Hann vill reka öll fyrirtæki sem heyra undir Volkswagen bílafjölskyldunnar með hagnaði. Svo langt var þróun Chiron komin að hann mun örugglega sjá dagsljósi, en ekki er víst að áframhaldandi rekstur Bugatti verði á sömu nótum undir stjórn Winterkorn. Bílaáhugamenn fagna samt þróun bíla eins og Veyron og Chiron og vonandi verður sem minnst breyting á Bugatti hvað slíkt snertir.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður