Stöð 2 ætlar að fara nýjar leiðir í kynningarmálum á nýju dagskrárefni frá HBO.
Í nokkra daga geta lesendur Vísis horft í háskerpu á fyrstu þætti úr glænýjum þáttaröðum HBO, Ballers og The Brink, til að fá forsmekk af frábærri sumardagskrá Stöðvar 2.
Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn úr Ballers sem fjallar um amerískan fótboltaþjálfara sem sestur er í helgan stein, leiknum af Dwayne „The Rock“ Johnson. Í þáttunum sjáum við að amerískur fótbolti snýst ekki síður um peninga og völd en íþróttina sjálfa.
Ballers er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum en þátturinn er bannaður börnum yngri en 12 ára.