Rafmagnsbílar víða meira mengandi en hefðbundnir bílar Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 09:55 Kolaraforkuver í Bandaríkjunum. Rafmagnsbílar eru afar hentugir hér á landi þar sem öll okkar raforka er framleidd á umhverfisvænan hátt. Það á ekki við öll landssvæði jarðar. Í nýlegri rannsókn National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum kemur fram að á sumum stöðum í landinu eru rafmagnsbílar meira mengandi þegar allt er talið en hefðbundnir brunabílar. Ástæða þessa eru þær að t.d. í austurhluta landsins er afar stór hluti þess rafmagns sem þar er í boði framleiddur með kolabruna. Því mengar sá kolabruni sem nota þarf við framleiðslu rafmagnsins umhverfið meira en ef notast hefði verið við hefbundin bensín- eða dísilbíl. Öðru gildir fyrir vesturhluta Bandaríkjanna, en þar er mun hærra hlutfall framleiddrar raforku orðin til með umhverfisvænum hætti, ekki síst með virkjun vatnsfalla, en einnig vindorku og sólarorku. Þar er umhverfisvænt að aka um á rafmagnsbílum, en á austurströndinni er umhverfisvænna að aka um á bensín- eða dísilbílum. Allsstaðar í Bandaríkjunum njóta kaupendur rafmagnsbíla skattfríðinda í nafni umhverfisverndar, en í ljósi þessa ættu kaupendur þeirra alls ekki að njóta þess á stórum hluta landsins. National Bureau of Economic Research reiknaði einnig út hvort 7.500 dollara endurgreiðsla frá ríkinu til kaupenda rafmagnsbíla væri réttlætanleg og rétt tala fyrir hvert landsvæði fyrir sig. Miðað var við að annarsvegar bensínbíl og hinsvegar rafmagnsbíl væri ekið 240.000 kílómetra á líftíma sínum. Með því var fundið út hvort á einhverju landssvæði það væri réttlætanlegt að greiða 7.500 dollara endurgreiðslu í ljósi þess tjóns sem bílarnir ollu á umhverfi sínu. Niðurstaðan var sú að á ekki einu einasta landssvæði í Bandaríkjunum væri þessi tala réttlætanleg, hún væri allsstaðar of há. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent
Rafmagnsbílar eru afar hentugir hér á landi þar sem öll okkar raforka er framleidd á umhverfisvænan hátt. Það á ekki við öll landssvæði jarðar. Í nýlegri rannsókn National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum kemur fram að á sumum stöðum í landinu eru rafmagnsbílar meira mengandi þegar allt er talið en hefðbundnir brunabílar. Ástæða þessa eru þær að t.d. í austurhluta landsins er afar stór hluti þess rafmagns sem þar er í boði framleiddur með kolabruna. Því mengar sá kolabruni sem nota þarf við framleiðslu rafmagnsins umhverfið meira en ef notast hefði verið við hefbundin bensín- eða dísilbíl. Öðru gildir fyrir vesturhluta Bandaríkjanna, en þar er mun hærra hlutfall framleiddrar raforku orðin til með umhverfisvænum hætti, ekki síst með virkjun vatnsfalla, en einnig vindorku og sólarorku. Þar er umhverfisvænt að aka um á rafmagnsbílum, en á austurströndinni er umhverfisvænna að aka um á bensín- eða dísilbílum. Allsstaðar í Bandaríkjunum njóta kaupendur rafmagnsbíla skattfríðinda í nafni umhverfisverndar, en í ljósi þessa ættu kaupendur þeirra alls ekki að njóta þess á stórum hluta landsins. National Bureau of Economic Research reiknaði einnig út hvort 7.500 dollara endurgreiðsla frá ríkinu til kaupenda rafmagnsbíla væri réttlætanleg og rétt tala fyrir hvert landsvæði fyrir sig. Miðað var við að annarsvegar bensínbíl og hinsvegar rafmagnsbíl væri ekið 240.000 kílómetra á líftíma sínum. Með því var fundið út hvort á einhverju landssvæði það væri réttlætanlegt að greiða 7.500 dollara endurgreiðslu í ljósi þess tjóns sem bílarnir ollu á umhverfi sínu. Niðurstaðan var sú að á ekki einu einasta landssvæði í Bandaríkjunum væri þessi tala réttlætanleg, hún væri allsstaðar of há.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent