Sala Hyundai fellur þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 13:08 Hyundai i30. Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent
Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent