Sala Hyundai fellur þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 13:08 Hyundai i30. Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent