Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinsælustu myndunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 12:31 Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri. mynd/universal Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. Friðrik Þór Friðriksson á þó vinsælustu myndina, Engla alheimsins, en alls sáu hana rúmlega 83.000 manns þegar myndin var sýnd árið 2000. Næstvinsælasta myndin er Mýrin eftir Baltasar Kormák, sem frumsýnd var 2006, en rúmlega 81.000 manns sáu hana. Aðrar myndir Baltasars á listanum eru Hafið (6. sæti), Brúðguminn (7. sæti) og Djúpið (8. sæti). Bjarnfreðarson eftir Ragnar Bragason er þriðja vinælasta myndin, Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er í fjórða, Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór í því fimmta, í níunda sæti er svo Astrópía eftir Gunnar B. Guðmundsson og Algjör sveppi og dularfulla hótelherbergið eftir Braga Þór Hinriksson er í 10. sæti. Frétt um listinn er að finna á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að á tímabilinu 1996-2013 hafi verið frumsýndar 87 íslenskar leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Helmingur þeirra fékk innan við 10.000 sýningargesti en gestafjöldi að meðaltali á mynd var rúmlega 17.000 manns. Alls var aðsóknin á allar myndirnar 87 1.511.483 gestir. Listann í heild sinni má síðan nálgast á vefnum Klapptré. Hér að neðan má sjá eitt þekktasta atriðið úr vinsælustu myndinni, Englum alheimsins. Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Ófærð verður sýnd á BBC Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð. 28. apríl 2015 16:18 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Baltasar Kormákur á fjórar af tíu vinælustu íslensku kvikmyndunum í fullri lengd sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013. Friðrik Þór Friðriksson á þó vinsælustu myndina, Engla alheimsins, en alls sáu hana rúmlega 83.000 manns þegar myndin var sýnd árið 2000. Næstvinsælasta myndin er Mýrin eftir Baltasar Kormák, sem frumsýnd var 2006, en rúmlega 81.000 manns sáu hana. Aðrar myndir Baltasars á listanum eru Hafið (6. sæti), Brúðguminn (7. sæti) og Djúpið (8. sæti). Bjarnfreðarson eftir Ragnar Bragason er þriðja vinælasta myndin, Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er í fjórða, Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór í því fimmta, í níunda sæti er svo Astrópía eftir Gunnar B. Guðmundsson og Algjör sveppi og dularfulla hótelherbergið eftir Braga Þór Hinriksson er í 10. sæti. Frétt um listinn er að finna á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að á tímabilinu 1996-2013 hafi verið frumsýndar 87 íslenskar leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Helmingur þeirra fékk innan við 10.000 sýningargesti en gestafjöldi að meðaltali á mynd var rúmlega 17.000 manns. Alls var aðsóknin á allar myndirnar 87 1.511.483 gestir. Listann í heild sinni má síðan nálgast á vefnum Klapptré. Hér að neðan má sjá eitt þekktasta atriðið úr vinsælustu myndinni, Englum alheimsins.
Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Ófærð verður sýnd á BBC Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð. 28. apríl 2015 16:18 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00
Ófærð verður sýnd á BBC Mikil leynd hvíldi yfir söguþræðinum á meðan tökum stóð. 28. apríl 2015 16:18
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein