Mesti hagnaður Ford í 15 ár Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 11:31 Ford F-150. Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent