Fyrirkomulag búvöruverðs muni á endanum tortíma sér Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júlí 2015 18:37 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs algjörlega út í bláinn og að kerfið muni á endanum tortíma sér. Fulltrúi í verðlagsnefnd segir alltaf erfitt að hækka verð en framkvæmdastjóri KÚ hefur kallað eftir aðgerðum frá landbúnaðarráðherra. Ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkun á mjólk og mjólkurafurðum frá og með 1. ágúst næstkomandi hefur verið harðlega gagnrýnd. Til að mynda hafa Samtök verslunar og þjónustu sagt að hækkunin komi á afar viðkvæmum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga. Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ óskuðu í dag eftir fundi með landbúnaðarráðherra um ákvörðun nefndarinnar og fara fram á að ráðherrann beiti sér fyrir því að hún verði endurskoðuð. Þá segir í tilkynningu frá KÚ: „Leiðrétting á þessari síðustu verðlagningu er forsenda þess að KÚ geti haldið áfram rekstri. Að öðrum kosti sjáum við okkur nauðbeygða að draga okkur út úr samkeppni á mjólkurvörumarkaði með tilheyrandi skaða fyrir neytendur.“ Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda og nefndarmaður í verðlagsnefnd búvara, segir skýringu þessarar ákvörðunar vera annars vegar hækkun á kostnaði í búrekstri bænda. „Og svo hins vegar hækkanir sem eiga sér stað í mjólkuriðnaði og þá kannski fyrst og fremst launahækkanir, sem hafa verið að ganga yfir á síðustu misserum,” segir Sigurður. En að vera að hækka verð í kjölfar kjarasamninga þar sem allir aðilar hafa verið hvattir til að halda aftur af hækkunum. Er þetta ekki slæmur tímapunktur fyrir hækkanir sem þessar?„Ætli það séu nú ekki allir tímapunktar erfiðir til að vera að hækka, er það ekki vilji okkar allra að vörur almennt hækki ekki eða hækki lítið,” segir Sigurður. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs vera algjörlega út í bláinn.Þarf þá ekki að breyta þessu kerfi að þínu mati?„Jú auðvitað breytist þetta kerfi hægt og bítandi, þetta gengur sér til húðar. Þetta skapar ekki velmegun fyrir bændur, þetta skapar ekki velmegun fyrir neytendur, þetta skapar ekki velmegun fyrir nokkurn aðila. Þetta er í raun að tortíma sjálfu sér og það kemur bara hægt og bítandi í ljós. Það virðist enginn hafa kjark til að taka á þessu,” segir Vilhjálmur. Tengdar fréttir Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. 18. júlí 2015 18:49 Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00 Stjórnvöld standi að verðhækkunum Stjórnvöld standa að verðhækkunum á mjólkurvörum sem eru allt að þrefalt hærri en almennt verðlag, segir forstjóri Haga sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 21. júlí 2015 19:45 KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara Segja hækkun á verði koma smærri fyrirtækjum illa. 20. júlí 2015 14:34 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs algjörlega út í bláinn og að kerfið muni á endanum tortíma sér. Fulltrúi í verðlagsnefnd segir alltaf erfitt að hækka verð en framkvæmdastjóri KÚ hefur kallað eftir aðgerðum frá landbúnaðarráðherra. Ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkun á mjólk og mjólkurafurðum frá og með 1. ágúst næstkomandi hefur verið harðlega gagnrýnd. Til að mynda hafa Samtök verslunar og þjónustu sagt að hækkunin komi á afar viðkvæmum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga. Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ óskuðu í dag eftir fundi með landbúnaðarráðherra um ákvörðun nefndarinnar og fara fram á að ráðherrann beiti sér fyrir því að hún verði endurskoðuð. Þá segir í tilkynningu frá KÚ: „Leiðrétting á þessari síðustu verðlagningu er forsenda þess að KÚ geti haldið áfram rekstri. Að öðrum kosti sjáum við okkur nauðbeygða að draga okkur út úr samkeppni á mjólkurvörumarkaði með tilheyrandi skaða fyrir neytendur.“ Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda og nefndarmaður í verðlagsnefnd búvara, segir skýringu þessarar ákvörðunar vera annars vegar hækkun á kostnaði í búrekstri bænda. „Og svo hins vegar hækkanir sem eiga sér stað í mjólkuriðnaði og þá kannski fyrst og fremst launahækkanir, sem hafa verið að ganga yfir á síðustu misserum,” segir Sigurður. En að vera að hækka verð í kjölfar kjarasamninga þar sem allir aðilar hafa verið hvattir til að halda aftur af hækkunum. Er þetta ekki slæmur tímapunktur fyrir hækkanir sem þessar?„Ætli það séu nú ekki allir tímapunktar erfiðir til að vera að hækka, er það ekki vilji okkar allra að vörur almennt hækki ekki eða hækki lítið,” segir Sigurður. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir fyrirkomulagið við ákvörðun búvöruverðs vera algjörlega út í bláinn.Þarf þá ekki að breyta þessu kerfi að þínu mati?„Jú auðvitað breytist þetta kerfi hægt og bítandi, þetta gengur sér til húðar. Þetta skapar ekki velmegun fyrir bændur, þetta skapar ekki velmegun fyrir neytendur, þetta skapar ekki velmegun fyrir nokkurn aðila. Þetta er í raun að tortíma sjálfu sér og það kemur bara hægt og bítandi í ljós. Það virðist enginn hafa kjark til að taka á þessu,” segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. 18. júlí 2015 18:49 Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00 Stjórnvöld standi að verðhækkunum Stjórnvöld standa að verðhækkunum á mjólkurvörum sem eru allt að þrefalt hærri en almennt verðlag, segir forstjóri Haga sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 21. júlí 2015 19:45 KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara Segja hækkun á verði koma smærri fyrirtækjum illa. 20. júlí 2015 14:34 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Mjólk og mjólkurafurðir hækka í verði um 3,58 prósent Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun á heildsöluverði á mjólk og mjólkurafurðum. 18. júlí 2015 18:49
Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00
Stjórnvöld standi að verðhækkunum Stjórnvöld standa að verðhækkunum á mjólkurvörum sem eru allt að þrefalt hærri en almennt verðlag, segir forstjóri Haga sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 21. júlí 2015 19:45
KÚ kærir ákvörðun verðlagsnefndar búvara Segja hækkun á verði koma smærri fyrirtækjum illa. 20. júlí 2015 14:34