580 hestafla Fiat 500 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 14:43 Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Þeir eru vafalaust ekki margir Fiat 500 bílarnir sem skarta 580 hestöflum, hvað þá af árgerð 1971 eins og þessi. Þessi bíll er afsprengi ítalsks listasmiðs sem rekur bílaverkstæði í Tuscany héraði á Ítalíu. Honum tókst að troða Lamborghini vél úr Murcielago aftan í Fiatinn, en hún er engin smásmíði, enda 12 strokka og með 6,2 lítra sprengirými. Það tók hann 2 ár og 3.000 vinnustundir að breyta bílnum á þann hátt sem hér sést. Smiðurinn, Gianfranco Dini, þurfti að lengja bilið milli hjóla og öxla á bílnum til að gera hann ökuhæfari og því er bíllinn öllu meiri um sig en hefðbundinn Fiat 500 en engu að síður mjög smár bíll. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá smíði bílsins, sem og smíði fleiri bíla Ítalans haga, en ávallt velur hann Fiat 500 til verksins.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent