Telja að sonur hæstaréttardómara kunni að hafa haft fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu Al Thani-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2015 11:15 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Kolbeinn Árnason. vísir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings. Kolbeinn starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hreiðar og Sigurður hafa því farið fram á endurupptöku málsins auk þess sem þeir telja að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin. Eins og kunnugt er sitja þeir báðir í fangelsi vegna Al Thani-málsins.Telur hagsmuni slitastjórnar Kaupþings af sakfellingu augljósa Í endurupptökubeiðni Hreiðars, sem er efnislega samhljóða endurupptökubeiðni Sigurðar, segir að eftir að dómur gekk í málinu hafi komið fram upplýsingar í fjölmiðlum um tengsl Kolbeins við slitastjórn Kaupþings: „Fyrir liggur að sonur dómarans, Kolbeinn Árnason, starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings á árunum 2008-2013. Slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna. Í þessu skyni hefur slitastjórnin stefnt dómfellda Hreiðari og Ólafi Ólafssyni til greiðslu skaðabóta vegna lánveitingar til félagsins Gerland og krafist hárra fjárbóta.“ Hreiðar telur hagsmuni slitastjórnarinnar af sakfellingu í Al Thani-málinu augljósa. Auk þess megi telja afar líklegt að sonur hæstaréttardómarans hafi tekið þátt í ákvörðun um að höfða skaðabótamál vegna fyrrnefndar lánveitingar. Þá telur Hreiðar jafnframt að Kolbeinn sé einn af þeim starfsmönnum slitasjórnarinnar sem muni fá „háar fjárhæðir í kaupauka verði gengið frá nauðsamningum við kröfuhafa.“ Því hafi hann haft hagsmuna að gæta af niðurstöðu í málinu sem að mati Hreiðars geti jafnvel verið fjárhagslegir.Einnig rangur „Óli“ að mati Hreiðars Ólafur Ólafsson, sem einnig var dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins, hefur áður farið fram á endurupptöku málsins. Gerir hann það vegna þess að telur sönnunargögn í málinu rangt metin af Hæstarétti. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. Samkvæmt endurupptökubeiðni Hreiðars tekur hann í öllu undir sjónarmið Ólafs um að sönnunargögn hafi verið ranglega metin í málinu. Eins og áður segir er endurupptökubeiðni Sigurðar Einarssonar efnislega samhljóða beiðni Hreiðars. Hún mun því byggja á sömu röksemdum og raktar eru í þeirri beiðni sem Vísir hefur undir höndum. Tengdar fréttir Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, telja að Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari í Al Thani-málinu hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna tengsla sonar hans, Kolbeins Árnasonar, við slitastjórn Kaupþings. Kolbeinn starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hreiðar og Sigurður hafa því farið fram á endurupptöku málsins auk þess sem þeir telja að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin. Eins og kunnugt er sitja þeir báðir í fangelsi vegna Al Thani-málsins.Telur hagsmuni slitastjórnar Kaupþings af sakfellingu augljósa Í endurupptökubeiðni Hreiðars, sem er efnislega samhljóða endurupptökubeiðni Sigurðar, segir að eftir að dómur gekk í málinu hafi komið fram upplýsingar í fjölmiðlum um tengsl Kolbeins við slitastjórn Kaupþings: „Fyrir liggur að sonur dómarans, Kolbeinn Árnason, starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings á árunum 2008-2013. Slitastjórn Kaupþings hafði mikla hagsmuni af því að sakfellt yrði í málinu, enda telur hún slitabúið hafa orðið fyrir tjóni vegna viðskiptanna. Í þessu skyni hefur slitastjórnin stefnt dómfellda Hreiðari og Ólafi Ólafssyni til greiðslu skaðabóta vegna lánveitingar til félagsins Gerland og krafist hárra fjárbóta.“ Hreiðar telur hagsmuni slitastjórnarinnar af sakfellingu í Al Thani-málinu augljósa. Auk þess megi telja afar líklegt að sonur hæstaréttardómarans hafi tekið þátt í ákvörðun um að höfða skaðabótamál vegna fyrrnefndar lánveitingar. Þá telur Hreiðar jafnframt að Kolbeinn sé einn af þeim starfsmönnum slitasjórnarinnar sem muni fá „háar fjárhæðir í kaupauka verði gengið frá nauðsamningum við kröfuhafa.“ Því hafi hann haft hagsmuna að gæta af niðurstöðu í málinu sem að mati Hreiðars geti jafnvel verið fjárhagslegir.Einnig rangur „Óli“ að mati Hreiðars Ólafur Ólafsson, sem einnig var dæmdur í fangelsi vegna Al Thani-málsins, hefur áður farið fram á endurupptöku málsins. Gerir hann það vegna þess að telur sönnunargögn í málinu rangt metin af Hæstarétti. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. Samkvæmt endurupptökubeiðni Hreiðars tekur hann í öllu undir sjónarmið Ólafs um að sönnunargögn hafi verið ranglega metin í málinu. Eins og áður segir er endurupptökubeiðni Sigurðar Einarssonar efnislega samhljóða beiðni Hreiðars. Hún mun því byggja á sömu röksemdum og raktar eru í þeirri beiðni sem Vísir hefur undir höndum.
Tengdar fréttir Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44 Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43 Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14 Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00 Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Bankamenn berast á í betrunarvistinni Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. 9. júní 2015 10:44
Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. 17. maí 2015 10:43
Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins. 23. júlí 2015 09:14
Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. 17. maí 2015 19:00
Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Prófessor í afbrotafræði segir niðurstöður rannsóknar á viðhorfi almennings til dóma í al-Thani málinu benda til þess að enn sé mikil reiði út í bankamenn. Íslendingar telja að efnahagsbrot séu alvarlegustu brotin. 5. júní 2015 07:00