Hagnaður Benz upp um 54% Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 10:30 Aldrei hefur gengið eins vel í rekstri Mercedes Benz og nú. Það eru bjartir tímar hjá Mercedes Benz þessa dagana og salan aldrei verið meiri. Mercedes Benz greindi frá afkomu annars ársfjórðungs í gær og 54% hagnaðarauka frá fyrra ári. Hagnaður Benz nam 550 milljörðum króna, en var 358 milljarðar í fyrra. Virði heildarsölu bíla Mercedes Benz jókst um heil 19% á þessum ársfjórðungi. Ljóst er að Mercedes Benz mun skila mjög afkomuríku ári í ár og mikill vöxtur verður bæði í veltu og hagnaði fyrirtækisins í ár. Hagnaður af veltu er nálægt 10% hjá Benz og afkoman því einkar góð og með því hæsta sem gerist í bílabransanum. Hagnaður af veltu hefur aldrei í sögu Benz verið eins hár og það sem af er ári og því er spáð að hann muni líklega hækka á seinni helmingi ársins. Markmið Benz er að hann verði brátt kominn í 12%. Það sem helst skýrir góða sölu Mercedes Benz bíla er að fyrirtækið býður nú margar gerðir nýrra bíla en fyrirtækið hefur verið mjög iðið við að kynna nýjar bílgerðir á síðustu misserum og mun halda því áfram á næstunni. Meðal annars er að vænta nýrrar gerðar E-Class bílsins, sem er mikilvægasta eina bílgerð fyrirtækisins. Einnig mun Mercedes Benz kynna fjórar nýjar gerðir jeppa og jepplinga á árinu og með því auka enn á framboð sitt í þessum vinsælasta flokki bíla um þessar mundir í heiminum. Mercedes Benz tókst það sem t.d. hinum lúxusbílaframleiðendum Þýskalands tókst ekki, þ.e. Audi og BMW, að auka söluna í Kína á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir minnkandi sölu bíla í Kína. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent
Það eru bjartir tímar hjá Mercedes Benz þessa dagana og salan aldrei verið meiri. Mercedes Benz greindi frá afkomu annars ársfjórðungs í gær og 54% hagnaðarauka frá fyrra ári. Hagnaður Benz nam 550 milljörðum króna, en var 358 milljarðar í fyrra. Virði heildarsölu bíla Mercedes Benz jókst um heil 19% á þessum ársfjórðungi. Ljóst er að Mercedes Benz mun skila mjög afkomuríku ári í ár og mikill vöxtur verður bæði í veltu og hagnaði fyrirtækisins í ár. Hagnaður af veltu er nálægt 10% hjá Benz og afkoman því einkar góð og með því hæsta sem gerist í bílabransanum. Hagnaður af veltu hefur aldrei í sögu Benz verið eins hár og það sem af er ári og því er spáð að hann muni líklega hækka á seinni helmingi ársins. Markmið Benz er að hann verði brátt kominn í 12%. Það sem helst skýrir góða sölu Mercedes Benz bíla er að fyrirtækið býður nú margar gerðir nýrra bíla en fyrirtækið hefur verið mjög iðið við að kynna nýjar bílgerðir á síðustu misserum og mun halda því áfram á næstunni. Meðal annars er að vænta nýrrar gerðar E-Class bílsins, sem er mikilvægasta eina bílgerð fyrirtækisins. Einnig mun Mercedes Benz kynna fjórar nýjar gerðir jeppa og jepplinga á árinu og með því auka enn á framboð sitt í þessum vinsælasta flokki bíla um þessar mundir í heiminum. Mercedes Benz tókst það sem t.d. hinum lúxusbílaframleiðendum Þýskalands tókst ekki, þ.e. Audi og BMW, að auka söluna í Kína á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir minnkandi sölu bíla í Kína.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent