Ítalska lögreglan kaupir 925 Seat bíla Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 09:50 Lögreglan á Ítalíu hefur aðallega ekið um á Alfa Romeo bílum undanfarna áratugi og því sætir furðu að hún hafi nú keypt 925 eintök af sérútbúnum Seat bílum. Efnt var til útboðs fyrir þessa bíla og þar hafði spænski bílaframleiðandinn Seat best, en Seat er í eigu Volkswagen. Til stendur að endurnýja 4.000 lögreglubíla á Ítalíu og sá samningur sem gerður var við Seat hljóðar uppá þann fjölda. Nú hefur Seat afgreitt 925 slíka bíla og ef þeir reynast vel verða allir þessir 4.000 keyptir frá Seat. Bílgerðin sem um ræðir er Seat Leon TDI með 150 hestafla dísilvél. Bílarnir eru að mörgu leiti sérstakir en þeir eru með skotheldar rúður, hliðar og dekk og sjá má hversu vel ítalskir lögreglumenn eru varðir í bílunum í meðfylgjandi myndskeiði. Rými í aftursætum bílanna er aðskilið framsætunum, svo hafa megi hemil á farþegum í þeim og Seat þurfti að uppfylli margar aðrar kröfur sem gerðar voru í útboðinu, en tókst það greinilega á hagkvæmari hátt en aðrir bílaframleiðendur. Ekki eru allir Ítalir hrifnir af því að lögreglan heimafyrir skuli nú aka um á erlendum bílum. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent
Lögreglan á Ítalíu hefur aðallega ekið um á Alfa Romeo bílum undanfarna áratugi og því sætir furðu að hún hafi nú keypt 925 eintök af sérútbúnum Seat bílum. Efnt var til útboðs fyrir þessa bíla og þar hafði spænski bílaframleiðandinn Seat best, en Seat er í eigu Volkswagen. Til stendur að endurnýja 4.000 lögreglubíla á Ítalíu og sá samningur sem gerður var við Seat hljóðar uppá þann fjölda. Nú hefur Seat afgreitt 925 slíka bíla og ef þeir reynast vel verða allir þessir 4.000 keyptir frá Seat. Bílgerðin sem um ræðir er Seat Leon TDI með 150 hestafla dísilvél. Bílarnir eru að mörgu leiti sérstakir en þeir eru með skotheldar rúður, hliðar og dekk og sjá má hversu vel ítalskir lögreglumenn eru varðir í bílunum í meðfylgjandi myndskeiði. Rými í aftursætum bílanna er aðskilið framsætunum, svo hafa megi hemil á farþegum í þeim og Seat þurfti að uppfylli margar aðrar kröfur sem gerðar voru í útboðinu, en tókst það greinilega á hagkvæmari hátt en aðrir bílaframleiðendur. Ekki eru allir Ítalir hrifnir af því að lögreglan heimafyrir skuli nú aka um á erlendum bílum.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent