Toyota innkallar 5.450 bíla Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 10:32 Toyota Yaris. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 5.450 Yaris, Corolla, Avensis og Lexus SC430 bifreiðar af árgerðum 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna getur rifið gat á drifbúnaðinn sjálfan sem veldur því að púðinn blæs ekki rétt út við árekstur og virkni hans verður ekki eins og til er ætlast. Þessi innköllun er á heimsvísu og hér á landi gætu einnig verið Toyota bílar af gerðunum Tundra og Sequoia framleiddir í Bandaríkjunum með þessari gerð af öryggispúðum. Eigendur slíkra bíla geta snúið sér til næsta Toyota þjónustuaðila sem getur aflað upplýsinga um hvaða Toyota bílar framleiddir í Bandaríkjunum eru í þessari innköllun. Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 5.450 Yaris, Corolla, Avensis og Lexus SC430 bifreiðar af árgerðum 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna getur rifið gat á drifbúnaðinn sjálfan sem veldur því að púðinn blæs ekki rétt út við árekstur og virkni hans verður ekki eins og til er ætlast. Þessi innköllun er á heimsvísu og hér á landi gætu einnig verið Toyota bílar af gerðunum Tundra og Sequoia framleiddir í Bandaríkjunum með þessari gerð af öryggispúðum. Eigendur slíkra bíla geta snúið sér til næsta Toyota þjónustuaðila sem getur aflað upplýsinga um hvaða Toyota bílar framleiddir í Bandaríkjunum eru í þessari innköllun. Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent