Fjögurra strokka Posche Boxter og Cayman verða 240-370 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 15:31 Porsche Boxster GTS. Með nýrri 981.2 seríu Porsche Boxter og Cayman fá bílarnir báðir fjögurra strokka vélar en þeir hafa hingað til verið með 6 strokka vélar. Því fylgja engar slæmar fréttir, nema síður sé því vélarnar verða öflugar og allt að 370 hestöfl enda með forþjöppur. Cayman GT4 verður þó áfram með 6 strokka vél. Aflminnst vélin sem boði verður er 240 hestöfl en S-útgáfa bílanna verður með 300 hestafla vél og GTS útgáfan með 370 hestöfl. Því verða Boxter og Cayman með breiðara bil hvað afl varðar en í núverandi gerðum. Grunngerðir bílsins verða aflminni en núverandi gerðir og S-útgáfa þeirra líka. Núverandi grunngerð þeirra er 265 hestöfl og S-útgáfan 315 hestöfl. Búist er við því að Porsche muni sýna þessa nýju bíla á næstu bílasýningum í Genf eða Detroit. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Með nýrri 981.2 seríu Porsche Boxter og Cayman fá bílarnir báðir fjögurra strokka vélar en þeir hafa hingað til verið með 6 strokka vélar. Því fylgja engar slæmar fréttir, nema síður sé því vélarnar verða öflugar og allt að 370 hestöfl enda með forþjöppur. Cayman GT4 verður þó áfram með 6 strokka vél. Aflminnst vélin sem boði verður er 240 hestöfl en S-útgáfa bílanna verður með 300 hestafla vél og GTS útgáfan með 370 hestöfl. Því verða Boxter og Cayman með breiðara bil hvað afl varðar en í núverandi gerðum. Grunngerðir bílsins verða aflminni en núverandi gerðir og S-útgáfa þeirra líka. Núverandi grunngerð þeirra er 265 hestöfl og S-útgáfan 315 hestöfl. Búist er við því að Porsche muni sýna þessa nýju bíla á næstu bílasýningum í Genf eða Detroit.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent