Cameron gagnrýndur harðlega fyrir ummæli um flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands. Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir forsætisráðherra landsins harðlega fyrir ónærgæti í orðalagi um vanda hundruð þúsunda flóttamanna. Heimurinn eigi nú í mesta flóttamannavanda frá lokum síðari heimsstyrjaldar og mikilvægt sé að forsætisráðherrann sýni leiðtogahæfileika við slíkar aðstæður. David Cameron sagði í gær að ástandið í Calais í Frakklandi þar sem flóttamenn hafa reynt að komast til Bretlands um Ermasund væri tilkomið vegna þess að „mökkur flóttamanna“ streymdi nú yfir Miðjarðarhafið. Anna Musgrave framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands gagnrýnir þetta orðalag forsætisráðherrans. „Það veldur gríðarlegum vonbrigðum að heyra forsætisráðherrann nota svo óábyrgt orðalag sem á endanum geri lítið úr mennsku flóttafólks. En ég vil ganga lengra og fullyrða að forsætisráðherrann hafi verið illa upplýstur,“ segir Musgrave. Hann hafi talað eins og allir þeir 200 þúsund flóttamenn sem komið hefðu yfir Miðjaraðrhafið undanfarin misseru væru nú í Calais í Frakklandi og stefndu til Bretlands. „Það er algerlega rangt. Samkvæmt mati erum við að tala um að í kringum 3.000 flóttamenn séu nú í Calais. Aðeins brot af þeim sem lagt hafa á Miðjarðarhafið og algert brotabrot af þeim fjölda flóttamanna sem Ítalir og Grikkir hafa tekið á móti,“ segir Musgrave. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við slæman kost í Calais og sofa í kofaskriblum, tjöldum eða undir berum himni. Sumir þeirra hafa reynt að fara fótgangandi í gegnum Ermasundsgöngin og aðrir reyna að komast um borð í ferjur eða ýmist kaupa sér far eða smygla sér með flutningabílum. Musgrave segir að við þessar aðstæður ætti forsætisráðherrann að sýna stillingu og tala með ábyrgum hætti um mjög mikinn vanda hundruð þúsunda manna. „Hafandi í huga að það er skiljanlegt að fólki bregði við þær myndir sem berast frá svæðinu og sýndar eru í sjónvarpi. Þess vegna er svo mikilvægt að forsætisráðherrann bregðist ekki leiðtogahlutverki sínu og kyndi ekki undir ótta fólks,“ segir Musgrave. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt áætlun um að létta byrðunum af Ítölum og Grikkjum þangað sem gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur flúið á undanförnum misserum. Íslensk stjórnvöld hafa m.a. ákveðið að taka á móti fimmtíu flóttamönnum í tengslum við þá áætlun á næstu tveimur árum. „Það sem við erum að horfa upp á eru einkenni þeirrar staðreyndar að heimurinn er nú í verstu flóttamannakreppu sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikill meirihluti þeirra flóttamanna hefur í raun fengið skjól hjá sumum fátækustu ríkjum heims,“ segir Musgrave. Aðeins lítill hluti þeirra hætti lífi sínu með siglingu yfir Miðjarðarhaf í von um öryggi í Evrópu. „Og aðeins pínulítill hluti þeirra er síðan að reyna að komast til Bretlands. Við verðum að hafa í huga að Bretland hýsir aðeins um eitt prósent af flóttamönnum heimsins,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannaráðs Bretlands.
Flóttamenn Tengdar fréttir Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Cameron varar flóttamenn við því að koma Forsætisráðherra Bretlands segir Bretland ekki vera griðastað fyrir þá sem flýja þangað frá Frakklandi 31. júlí 2015 07:00