Volkswagen e-Golf ódýrari en Nissan Leaf í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 09:40 Volkswagen e-Golf SE. Slagurinn í sölu ódýrari rafmagnsbíla harnaði í vikunni vestanhafs, en þá hóf Volkswagen sölu e-Golf SE á lægra verði en Nissan Leaf. Volkswagen e-Golf SE kostar nú 29.815 dollara, eða 45 dollurum minna en Nissan Leaf. Með þessu hyggst Volkswagen ná til sín vænum skerfi af sölu Nissan Leaf sem selst hefur þokkalega í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa aðeins selst 1.831 e-Golf en 10.990 Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volkswagen e-Golf kemst svipaða vegalengd á hverri hleðslu og Nissan Leaf, eða um 135 kílómetra og er með 115 hestafla rafmótora. Þó svo að e-Golf eigi langt í sölu Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur hann slegið Leaf við í sölu í Evrópu í ár. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent
Slagurinn í sölu ódýrari rafmagnsbíla harnaði í vikunni vestanhafs, en þá hóf Volkswagen sölu e-Golf SE á lægra verði en Nissan Leaf. Volkswagen e-Golf SE kostar nú 29.815 dollara, eða 45 dollurum minna en Nissan Leaf. Með þessu hyggst Volkswagen ná til sín vænum skerfi af sölu Nissan Leaf sem selst hefur þokkalega í Bandaríkjunum. Á þessu ári hafa aðeins selst 1.831 e-Golf en 10.990 Nissan Leaf í Bandaríkjunum. Volkswagen e-Golf kemst svipaða vegalengd á hverri hleðslu og Nissan Leaf, eða um 135 kílómetra og er með 115 hestafla rafmótora. Þó svo að e-Golf eigi langt í sölu Nissan Leaf í Bandaríkjunum hefur hann slegið Leaf við í sölu í Evrópu í ár.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent