Þessi sporvagn stóð af sér Hiroshima atómsprengjuna Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 14:56 Þessi aldni sporvagn í Hiroshima er stráheill þrátt fyrir atómsprengjuna árið 1945. Nú eru liðin 70 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Þær voru með sprengjunum svo til alveg lagðar í rúst en einstaka byggingar og hlutir stóðu þær af sér, meðal annars þessi sporvagn í Hiroshima. Hann er einn þriggja slíkra og var í notkun allt til ársins 2006. Hann hefur nú verið gerður upp í tilefni 70 áranna sem liðin eru frá hörmungunum, málaður í upphaflegu litum sínum og er nú aftur kominn í notkun í borginni. Það var hinn 5. ágúst árið 1945 sem atómsprengju var varpað á Hiroshima og 2 dögum seinna á Nagasaki og með henni gáfust Japanir upp fyrir bandamönnum. Í Hiroshima dóu 140.000 íbúar borgarinnar og vart tók betra við fyrir þá sem lifðu af sprenginguna með allri þeirri geislun sem sprengjan skildi eftir sig. Í sporvagninum sterka sem er aftur kominn í notkun er nú fræðslusýning á skjám í vagninum sem uppfræðir farþega hans um afleiðingar sprengjunnar og uppbyggingu borgarinnar síðan þá. Hiroshima hefur sannarlega aftur náð vopnum sínum og er í einna mestum vexti japanskra borga og tíunda stærsta borg Japans. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Nú eru liðin 70 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Þær voru með sprengjunum svo til alveg lagðar í rúst en einstaka byggingar og hlutir stóðu þær af sér, meðal annars þessi sporvagn í Hiroshima. Hann er einn þriggja slíkra og var í notkun allt til ársins 2006. Hann hefur nú verið gerður upp í tilefni 70 áranna sem liðin eru frá hörmungunum, málaður í upphaflegu litum sínum og er nú aftur kominn í notkun í borginni. Það var hinn 5. ágúst árið 1945 sem atómsprengju var varpað á Hiroshima og 2 dögum seinna á Nagasaki og með henni gáfust Japanir upp fyrir bandamönnum. Í Hiroshima dóu 140.000 íbúar borgarinnar og vart tók betra við fyrir þá sem lifðu af sprenginguna með allri þeirri geislun sem sprengjan skildi eftir sig. Í sporvagninum sterka sem er aftur kominn í notkun er nú fræðslusýning á skjám í vagninum sem uppfræðir farþega hans um afleiðingar sprengjunnar og uppbyggingu borgarinnar síðan þá. Hiroshima hefur sannarlega aftur náð vopnum sínum og er í einna mestum vexti japanskra borga og tíunda stærsta borg Japans.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent