Dauðaslys í umferðinni aukist um 14% í Bandaríkjunum í ár Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2015 11:05 Bílslys á bandarískum vegi. Lægra bensínverð, efnahagsbati og meiri umferð hefur aukið tíðni dauðaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum á þessu ári. Á fyrri helmingi ársins hafa orðið 18.630 dauðaslys í umferðinni þar og er það í fyrsta skipti í mörg ár sem dauðaslysum í umferðinni fjölgar. Ef þessi tíðni heldur áfram til áramóta mun þetta ár krefjast flestra mannslífa síðastliðinn áratug. Dauðaslysum hefur fjölgað um 14% frá fyrra ári og ef sú tala verður sú sama við árslok verður það mesta aukning í dauðaslysum í 69 ár. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að greint var frá 15% aukningu dauðaslysa gangandi vegfarenda og er gáleysi vegna símnotkunar kennt um þá aukningu. Aðalástæðan fyrir auknum dauðaslysum í umferðinni er talið gott efnahagsástand þar, lækkun atvinnuleysis, mikil fjárráð og ferðagleði betur stæðrar þjóðar. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna síðan árið 2008 og féll niður í 5,3% í júní. Atvinnuleysi var 5% árið 2007 og þá voru dauðaslys yfir 40.000, en hafa verið undir því allar götur síðan. Bandaríkjamenn óku 1.219 milljarða mílna á fyrstu 5 mánuðum ársins í fyrra en 1.264 milljarða mílna í ár. Það er 3,6% aukning, svo að 14% aukning í dauðaslysum skýrist ekki eingöngu af auknum akstri. Það er þekkt staðreynd að í uppgangi þjóðfélagsins aukast dauðaslys í umferðinni og það sannast líklega best með þessum tölum. Líkt og hér á landi eru mörg af þessum dauðaslysum vegna þess að ferþegar notuðu ekki bílbelti og voru 49% þeirra sem deyja inní bílum ekki með bílbeltin spennt. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent
Lægra bensínverð, efnahagsbati og meiri umferð hefur aukið tíðni dauðaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum á þessu ári. Á fyrri helmingi ársins hafa orðið 18.630 dauðaslys í umferðinni þar og er það í fyrsta skipti í mörg ár sem dauðaslysum í umferðinni fjölgar. Ef þessi tíðni heldur áfram til áramóta mun þetta ár krefjast flestra mannslífa síðastliðinn áratug. Dauðaslysum hefur fjölgað um 14% frá fyrra ári og ef sú tala verður sú sama við árslok verður það mesta aukning í dauðaslysum í 69 ár. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að greint var frá 15% aukningu dauðaslysa gangandi vegfarenda og er gáleysi vegna símnotkunar kennt um þá aukningu. Aðalástæðan fyrir auknum dauðaslysum í umferðinni er talið gott efnahagsástand þar, lækkun atvinnuleysis, mikil fjárráð og ferðagleði betur stæðrar þjóðar. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna síðan árið 2008 og féll niður í 5,3% í júní. Atvinnuleysi var 5% árið 2007 og þá voru dauðaslys yfir 40.000, en hafa verið undir því allar götur síðan. Bandaríkjamenn óku 1.219 milljarða mílna á fyrstu 5 mánuðum ársins í fyrra en 1.264 milljarða mílna í ár. Það er 3,6% aukning, svo að 14% aukning í dauðaslysum skýrist ekki eingöngu af auknum akstri. Það er þekkt staðreynd að í uppgangi þjóðfélagsins aukast dauðaslys í umferðinni og það sannast líklega best með þessum tölum. Líkt og hér á landi eru mörg af þessum dauðaslysum vegna þess að ferþegar notuðu ekki bílbelti og voru 49% þeirra sem deyja inní bílum ekki með bílbeltin spennt.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent