Toyota hættir framleiðslu Land Cruiser í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 16:09 Toyota Land Cruiser. Vandamál bílaframleiðenda í Rússlandi halda áfram að hlaðast upp en allt fram að krísunni í Úkraínu var rússneski bílamarkaðurinn talinn sá vænlegasti til vaxtar í allri Evrópu. Á þessi ári hefur sala bíla í Rússlandi minnkað um 35% og einnig varð þar minnkun í fyrra. Toyota hefur nú tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu Land Cruiser jeppans í Vladivostok í Rússlandi og flytur þess í stað um 1.030 Land Cruiser bíla til Rússlands í hverjum mánuði en þeir bílar eru framleiddir í Japan. Haft er eftir Toyota mönnum að fyrirtækið ætli alls ekki að draga sig af bílamarkaðnum í Rússlandi og hafa þeir enn trú á því að muni braggast. Toyota framleiðir enn um 50.000 bíla á ári í Pétursborg og meiningin var að tvöfalda þá framleiðslu. Það er reyndar ólíklegt að svo verði á næstunni en haft er eftir Toyota mönnum að þau áform hafi ekki verið lögð til hliðar. „Við viljum auka söluna í Rússlandi, ekki minnka hana“, var haft eftir einum forsvarsmanna Toyota. Fyrirtækið smíðar nú Toyota Camry í Pétursborg og ætlar að bæta við RAV4 jepplingnum þar á næsta ári. Sala bíla ári hefur minnkað um helming frá árunum 2012 og 2013 og á meðan salan hefur fallið um 35% í ár hefur sala Toyota fallið um 37%. GM hefur tilkynnt um að fyrirtækið ætli að loka verksmiðju sinni í Pétursborg á þessu ári til að bregðast við dræmri sölu í Rússlandi. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Vandamál bílaframleiðenda í Rússlandi halda áfram að hlaðast upp en allt fram að krísunni í Úkraínu var rússneski bílamarkaðurinn talinn sá vænlegasti til vaxtar í allri Evrópu. Á þessi ári hefur sala bíla í Rússlandi minnkað um 35% og einnig varð þar minnkun í fyrra. Toyota hefur nú tekið ákvörðun um að hætta framleiðslu Land Cruiser jeppans í Vladivostok í Rússlandi og flytur þess í stað um 1.030 Land Cruiser bíla til Rússlands í hverjum mánuði en þeir bílar eru framleiddir í Japan. Haft er eftir Toyota mönnum að fyrirtækið ætli alls ekki að draga sig af bílamarkaðnum í Rússlandi og hafa þeir enn trú á því að muni braggast. Toyota framleiðir enn um 50.000 bíla á ári í Pétursborg og meiningin var að tvöfalda þá framleiðslu. Það er reyndar ólíklegt að svo verði á næstunni en haft er eftir Toyota mönnum að þau áform hafi ekki verið lögð til hliðar. „Við viljum auka söluna í Rússlandi, ekki minnka hana“, var haft eftir einum forsvarsmanna Toyota. Fyrirtækið smíðar nú Toyota Camry í Pétursborg og ætlar að bæta við RAV4 jepplingnum þar á næsta ári. Sala bíla ári hefur minnkað um helming frá árunum 2012 og 2013 og á meðan salan hefur fallið um 35% í ár hefur sala Toyota fallið um 37%. GM hefur tilkynnt um að fyrirtækið ætli að loka verksmiðju sinni í Pétursborg á þessu ári til að bregðast við dræmri sölu í Rússlandi.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent