Aston Martin Rapide 800 hestafla rafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 14:22 Aston Martin Rapide. Á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum um síðustu helgi upplýsti Aston Martin um áform sín að kynna til sögunnar Aston Martin Rapide bíl sinn með rafmagnsdrifrás eftir um tvö ár. Sá bíll á ekki að verða neinn aumingi, heldur skarta heilum 800 hestöflum. Þeim bíl verður svo fylgt eftir með öðrum rafmagnsbíl, þ.e. rafmagnsútgáfu af DBX jepplingnum við enda þessa áratugar. Rapide bíllinn verður með drifi á öllum hjólum og á að komast um 320 km á hverri hleðslu. Það er talsvert minna drægi en á Tesla Model S sem kemst 500 km á hverri hleðslu, en Rapide bíllinn verður öflugri en Teslan. Ástæða þess að Aston Martin ætlar að kynna rafmagnsbíla er vegna þess að öllum bílaframleiðendum er skilt að minnka mengun bíla sinna og ef Aston Martin ætlar áfram að vera með 8 og 12 strokka ofurbíla í sínu vopnabúri, sem til stendur, verður fyrirtækið einnig að vera með ofursparneytna bíla í sínum röðum. Verð rafmagnsútgáfu rapide verður á bilinu 200-250 þúsund dollarar, eða 26 til 33 milljónir króna og verður hann því öllu dýrari en dýrasta Teslan, sem kostar 142.000 dollara. Rafhlöðurnar í bílinn munu koma frá LG eða Samsung í N-Kóreu. Framleiðsla bílanna verður takmörkuð við nokkur hundruð bíla á ári. Enginn einasti íhlutur í nýjum Rapide verður frá Mercedes Benz, en Benz á 5% hlut í Aston Martin og útvegar fyrirtækinu nú vélar í bíla Aston Martin. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum um síðustu helgi upplýsti Aston Martin um áform sín að kynna til sögunnar Aston Martin Rapide bíl sinn með rafmagnsdrifrás eftir um tvö ár. Sá bíll á ekki að verða neinn aumingi, heldur skarta heilum 800 hestöflum. Þeim bíl verður svo fylgt eftir með öðrum rafmagnsbíl, þ.e. rafmagnsútgáfu af DBX jepplingnum við enda þessa áratugar. Rapide bíllinn verður með drifi á öllum hjólum og á að komast um 320 km á hverri hleðslu. Það er talsvert minna drægi en á Tesla Model S sem kemst 500 km á hverri hleðslu, en Rapide bíllinn verður öflugri en Teslan. Ástæða þess að Aston Martin ætlar að kynna rafmagnsbíla er vegna þess að öllum bílaframleiðendum er skilt að minnka mengun bíla sinna og ef Aston Martin ætlar áfram að vera með 8 og 12 strokka ofurbíla í sínu vopnabúri, sem til stendur, verður fyrirtækið einnig að vera með ofursparneytna bíla í sínum röðum. Verð rafmagnsútgáfu rapide verður á bilinu 200-250 þúsund dollarar, eða 26 til 33 milljónir króna og verður hann því öllu dýrari en dýrasta Teslan, sem kostar 142.000 dollara. Rafhlöðurnar í bílinn munu koma frá LG eða Samsung í N-Kóreu. Framleiðsla bílanna verður takmörkuð við nokkur hundruð bíla á ári. Enginn einasti íhlutur í nýjum Rapide verður frá Mercedes Benz, en Benz á 5% hlut í Aston Martin og útvegar fyrirtækinu nú vélar í bíla Aston Martin.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent