Nýr Toyota Land Cruiser kynntur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2015 09:50 Toyota Land Cruiser árgerð 2016. Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Ný gerð Íslandsbílsins Toyota Land Cruiser var kynntur í Japan í gær. Er það 2016 gerð bílsins sem ætlaður er á heimamarkaði og í Ástralíu. Ekki eru breytingarnar á bílnum stórvægilegar, en þó má sjá útlitsbreytingar á bílnum sem minna á nýtt útlit Toyota Tacoma pallbílsins, sérstaklega að framan með stóru grilli með aðeins þremur stórum loftinntökum og heilmikilli notkun króms. Að innan eru breytingarnar sýnu meiri og fleiri valmöguleikum í litum og frágangi. Einnig verða í boði 2 nýir litir á ytra byrði bílsins, „Copper brown“ og „Dark Blue“. Nýr LCD aðgerðaskjár, 4,2 tommur að stærð, verður í bílnum og bíllinn hefur fengið talsvert breytt mælaborð. Ýmsum öryggisbúnaði hefur verið bætt í bílinn og getur hann nú hemlað sjálfur við aðsteðjandi hættu. Einnig greinir hann aðsteðjandi hættu vegna gangandi vegfarenda og radarstýrður skriðstillir er nú kominn í bílinn og heldur hann því ráðlögðu bili í næsta bíl í langkeyrslu. Blindpunktsvörn er einnig komin í bílinn, sem og ný baksýnismyndavél.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent