Audi rafmagnsbíll með 500 km drægni og 500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2015 10:28 Audi veðjar nú í sífellt meira mæli á bæði tvíorkubíla og hreinræktaða rafmagnsbíla. Audi mun að öllum líkindum kynna nýjan jeppa á bílasýningunni í Frankfürt í næsta mánuði sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og kemst yfir 500 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns og verður að auki um 500 hestöfl. Rafhlöður bílsins koma frá S-kóresku framleiðendunum LG Chem og Samsung SDI. Jeppinn verður byggður á sama MLB 2 undirvagni og er undir nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans. Rafhlöður jeppans eru 90 kWh og því öflugri en í Tesla Model S P85D, en Tesla mun þó brátt bjóða Tesla Model S með jafn öflugri rafhlöðu, en sá bíll mun komast í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Audi hefur ekki upplýst hversu fljótur jeppinn mun verða. Þessi nýi rafmagnsjeppi Audi á að koma á markað árið 2018. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Audi mun að öllum líkindum kynna nýjan jeppa á bílasýningunni í Frankfürt í næsta mánuði sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og kemst yfir 500 kílómetra á hverri hleðslu rafmagns og verður að auki um 500 hestöfl. Rafhlöður bílsins koma frá S-kóresku framleiðendunum LG Chem og Samsung SDI. Jeppinn verður byggður á sama MLB 2 undirvagni og er undir nýrri kynslóð Audi Q7 jeppans. Rafhlöður jeppans eru 90 kWh og því öflugri en í Tesla Model S P85D, en Tesla mun þó brátt bjóða Tesla Model S með jafn öflugri rafhlöðu, en sá bíll mun komast í 100 km hraða á 2,8 sekúndum. Audi hefur ekki upplýst hversu fljótur jeppinn mun verða. Þessi nýi rafmagnsjeppi Audi á að koma á markað árið 2018.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent