ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 16:27 Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm ISAVIA hyggst höfða mál til ógildingar úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála vegna þeirra gagna sem Kaffitár hefur óskað eftir varðandi forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hins vegar mun félagið afhenda Gleraugnamiðstöðinni gögn sem það óskaði eftir. „Ástæðan er að úrskurðurinn kveður á um að gögn með viðkvæmum fjárhagslegum upplýsingum skuli látin af hendi til Kaffitárs og því í ósamræmi við úrskurð nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Hvað Isavia varðar er mikilvægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í forvalinu, enda eru umrædd gögn fyrst og fremst rekstrargögn þeirra aðila. Að öðru leyti hefur félagið ekki hagsmuni af því hvort gögnin eru afhent,“ segir í tilkynningu frá ISAVIA.Una við úrskurð hvað varðar Gleraugnamiðstöðina Í tilkynningunni er afstaða ISAVIA frekar útskýrð. Þar segir: „Í leiðréttum úrskurði Úrskurðarnefndar er Isavia gert að afhenda einkunnir og tilboðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að undanskildum þeim hluta gagnanna sem, að mati nefndarinnar, innihalda upplýsingar um viðkvæm fjárhagsleg málefni félagsins. Isavia hefur farið yfir niðurstöðuna með Miðbaugi ehf. og eru félögin sammála um að eins og úrskurðinum var breytt megi una við niðurstöðuna og verða Gleraugnamiðstöðinni afhent umrædd gögn á næstu dögum. Í máli Kaffitárs komst úrskurðarnefndin aftur á móti að þeirri niðurstöðu að fyrri úrskurður skuli standa. Sú niðurstaða er í ósamræmi við niðurstöðu nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar þar sem Isavia er í máli Kaffitárs gert að afhenda fjölda gagna sem innihalda samskonar upplýsingar og nefndin ákveður að séu undanþegnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Að höfðu samráði við þau fyrirtæki sem umrædd gögn varða hefur Isavia því ákveðið að höfða mál til ógildingar úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Isavia mun óska eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum.“Nauðsyn að dómstólar skeri úr Vegna þessa meinta ósamræmis telur Isavia að nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga. „Þá telur félagið einnig mikilvægt að fá niðurstöðu í það hvernig túlka beri ákvæði upplýsingalaga gagnvart fyrirtæki í opinberri eigu sem ekki er stjórnvald. Úrskurðarnefnd útboðsmála hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi ekki verið opinbert útboð. Þær upplýsingar sem þátttakendur í forvalinu veittu eru alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í opinberum útboðum veita. Þannig fela upplýsingar sem veittar eru í opinberum útboðum, varðandi kaup á vörum og þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtímarekstur, tekjur, skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalinu til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Þessar upplýsingar varða viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna en undantekningareglum upplýsingalaga er einmitt ætlað að vernda slíka hagsmuni,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
ISAVIA hyggst höfða mál til ógildingar úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála vegna þeirra gagna sem Kaffitár hefur óskað eftir varðandi forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hins vegar mun félagið afhenda Gleraugnamiðstöðinni gögn sem það óskaði eftir. „Ástæðan er að úrskurðurinn kveður á um að gögn með viðkvæmum fjárhagslegum upplýsingum skuli látin af hendi til Kaffitárs og því í ósamræmi við úrskurð nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Hvað Isavia varðar er mikilvægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í forvalinu, enda eru umrædd gögn fyrst og fremst rekstrargögn þeirra aðila. Að öðru leyti hefur félagið ekki hagsmuni af því hvort gögnin eru afhent,“ segir í tilkynningu frá ISAVIA.Una við úrskurð hvað varðar Gleraugnamiðstöðina Í tilkynningunni er afstaða ISAVIA frekar útskýrð. Þar segir: „Í leiðréttum úrskurði Úrskurðarnefndar er Isavia gert að afhenda einkunnir og tilboðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að undanskildum þeim hluta gagnanna sem, að mati nefndarinnar, innihalda upplýsingar um viðkvæm fjárhagsleg málefni félagsins. Isavia hefur farið yfir niðurstöðuna með Miðbaugi ehf. og eru félögin sammála um að eins og úrskurðinum var breytt megi una við niðurstöðuna og verða Gleraugnamiðstöðinni afhent umrædd gögn á næstu dögum. Í máli Kaffitárs komst úrskurðarnefndin aftur á móti að þeirri niðurstöðu að fyrri úrskurður skuli standa. Sú niðurstaða er í ósamræmi við niðurstöðu nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar þar sem Isavia er í máli Kaffitárs gert að afhenda fjölda gagna sem innihalda samskonar upplýsingar og nefndin ákveður að séu undanþegnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Að höfðu samráði við þau fyrirtæki sem umrædd gögn varða hefur Isavia því ákveðið að höfða mál til ógildingar úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Isavia mun óska eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum.“Nauðsyn að dómstólar skeri úr Vegna þessa meinta ósamræmis telur Isavia að nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga. „Þá telur félagið einnig mikilvægt að fá niðurstöðu í það hvernig túlka beri ákvæði upplýsingalaga gagnvart fyrirtæki í opinberri eigu sem ekki er stjórnvald. Úrskurðarnefnd útboðsmála hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi ekki verið opinbert útboð. Þær upplýsingar sem þátttakendur í forvalinu veittu eru alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í opinberum útboðum veita. Þannig fela upplýsingar sem veittar eru í opinberum útboðum, varðandi kaup á vörum og þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtímarekstur, tekjur, skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalinu til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Þessar upplýsingar varða viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna en undantekningareglum upplýsingalaga er einmitt ætlað að vernda slíka hagsmuni,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53