Honda S660 roadster uppseldur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2015 13:55 Honda S660 roadster. Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent