Honda S660 roadster uppseldur í Japan Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2015 13:55 Honda S660 roadster. Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Í Japan eru framleiddir margar gerðir bíla sem aðeins eru ætlaðar heimamarkaði. Einn þeirra er þessi Honda S660 roadster bíll og aðeins verða framleidd 8.600 eintök af honum í ár og þau eru öll uppseld. Honda kynnti fyrst þennan bíl á bílasýningunni í Tókíó fyrir tveimur árum. Honda S660 er svokallaður kei-car, en það kalla Japanir gjarna afar smávaxna bíla sína. Hann minnir um margt á S2000 og S500 bíla Honda, en er með agnarsmáa 660cc þriggja strokka vél, 63 hestafla, afturdrif, 6 gíra beinskiptingu og vegur aðeins 830 kíló. Hljómar mjög spennandi. Hann er einkar ódýr bíll og á að höfða til yngri kynslóðarinnar í Japan. Það hefur hann sannarlega gert, en að auki höfðar hann ekki síður til þeirra eldri og hafa 80% af heildarsölu bílsins verið keyptir af 40 ára og eldri og þá í flestum tilvikum sem annar bíll heimilisins. Það er vonandi að Honda sjái tækifæri í að flytja þennan sportlega og smáa bíl einnig til annarra landa á næstu árum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent