Alfa Romeo jepplingur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 15:30 Nýr jepplingur Alfa Romeo. Mikill kraftur er í Alfa Romeo, en fyrirtækið er í eigu Fiat Chrysler, sem gengur ágætlega um þessar mundir. Þar á bæ ætla menn ekki að missa af áhuga bílkaupenda á jepplingum og unnið hefur verið lengi að fyrsta jepplingi fyrirtækisins. Verður hann kynntur um mitt næsta ár. Vinnuheiti bílsins er Project 949 og er þessi bíll byggður á sama undirvagni og næsti nýi bíll Alfa, þ.e. Guilia, en sá bíll verður kynntur á undan jepplingnum. Stærð jepplingsins er á við BMW X3 og er meiningin að hann keppi við þann bíl og aðra lúxusjepplinga svipaðrar stærðar. Alfa Romeo hefur lengi haft á prjónunum að smíða jeppling og sýndi sinn fyrsta tilraunajeppling fyrir einum 12 árum síðan og bar hann nafnið Kamal. Guilia og Project 949 jepplingurinn eru aðeins tveir af átta nýjum bílgerðum sem Alfa Romeo ætlar að kynna til sögunnar fram til ársins 2018 og þar á meðal er annar jepplingur. Aðrir bílar eru tveir af minni gerð fólksbíla, einn í millistærðarflokki, einn stór fólksbíll og einn bíll sem Alfa Romeo segir að verði afar sérstakur. Alfa Romeo hefur uppi þau háleitu markmið að selja um 400.000 bíla þegar árið 2018. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent
Mikill kraftur er í Alfa Romeo, en fyrirtækið er í eigu Fiat Chrysler, sem gengur ágætlega um þessar mundir. Þar á bæ ætla menn ekki að missa af áhuga bílkaupenda á jepplingum og unnið hefur verið lengi að fyrsta jepplingi fyrirtækisins. Verður hann kynntur um mitt næsta ár. Vinnuheiti bílsins er Project 949 og er þessi bíll byggður á sama undirvagni og næsti nýi bíll Alfa, þ.e. Guilia, en sá bíll verður kynntur á undan jepplingnum. Stærð jepplingsins er á við BMW X3 og er meiningin að hann keppi við þann bíl og aðra lúxusjepplinga svipaðrar stærðar. Alfa Romeo hefur lengi haft á prjónunum að smíða jeppling og sýndi sinn fyrsta tilraunajeppling fyrir einum 12 árum síðan og bar hann nafnið Kamal. Guilia og Project 949 jepplingurinn eru aðeins tveir af átta nýjum bílgerðum sem Alfa Romeo ætlar að kynna til sögunnar fram til ársins 2018 og þar á meðal er annar jepplingur. Aðrir bílar eru tveir af minni gerð fólksbíla, einn í millistærðarflokki, einn stór fólksbíll og einn bíll sem Alfa Romeo segir að verði afar sérstakur. Alfa Romeo hefur uppi þau háleitu markmið að selja um 400.000 bíla þegar árið 2018.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent