Áfram blússandi bílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 16:09 Þung bílaumferð í Mílanó. Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Í öllum stærri löndum Evrópu var aukning í bílasölu í júlí, allt frá 2,3% aukningu í Frakklandi til 24% aukningar á Spáni. Á stærsta bílamarkaði álfunnar í þýskalandi varð aukningin 7,4% og seldust þar 290.196 bílar. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur orðið 5,6% aukning í bílasölu í Evrópu og 1,91 milljón bílar selst. Er það umtalsvert meiri sala en spáð var í upphafi árs, þó spáð hafi verið aukningu. Salan á Ítalíu var mjög góð í júlí og varð þar 15% aukning frá fyrra ári. Á Spáni hefur nú orðið aukning í bílasölu í 23 mánuði í röð og þar á bættur efnahagur og endurgreiðslur frá ríkinu við útskipti bíla mestan þátt. Ekki liggur enn fyrir hvernig bílasala var í Bretlandi í júlí, en hún hefur verið góð það sem af er ári. Ísland slær þó við flestum löndum í Evrópu hvað varðar vöxt í bílasölu í ár með 41% aukningu, en hafa verður í huga að hún hefur verið mjög dræm á síðustu árum.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent