Haustsýning Mercedes-Benz Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2015 11:10 Askja á Krókhálsi. Haustsýning Mercedes-Benz verður haldin í Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Til sýnis verður breið lína Mercedes-Benz fólksbíla. ,,Við tökum vel á móti haustinu og bjóðum af því tilefni til veglegrar bílasýningar hér í sýningarsal Öskju. Við ætlum að sýna allan Mercedes-Benz fólksbílaflotann og kynna skemmtilegar tækninýjungar í bílunum sem kemur til viðbótar við framúrskarandi aksturseiginleika og hönnun sem bílarnir eru þekktir fyrir. Mercedes-Benz hefur verið að koma fram með nýjan og tæknivæddan öryggis- og akstursbúnað í bílum sínum að undanförnu sem sýnir þá miklu þróun sem á sér stað hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum. Fyrirtækið hefur á undanförnum misserum kynnt fjölda nýrra bíla og enn fleiri eru á leiðinni m.a. sportjepparnir GLE og GLC sem frumsýndir verða í haust. Við erum á fullu þessa dagana að taka niður forpantanir á GLC og GLE," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Boðið verður upp á 20% afslátt af auka- og varahlutum í Mercedes-Benz bifreiðar meðan á sýningunni stendur á laugardag. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Haustsýning Mercedes-Benz verður haldin í Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Til sýnis verður breið lína Mercedes-Benz fólksbíla. ,,Við tökum vel á móti haustinu og bjóðum af því tilefni til veglegrar bílasýningar hér í sýningarsal Öskju. Við ætlum að sýna allan Mercedes-Benz fólksbílaflotann og kynna skemmtilegar tækninýjungar í bílunum sem kemur til viðbótar við framúrskarandi aksturseiginleika og hönnun sem bílarnir eru þekktir fyrir. Mercedes-Benz hefur verið að koma fram með nýjan og tæknivæddan öryggis- og akstursbúnað í bílum sínum að undanförnu sem sýnir þá miklu þróun sem á sér stað hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum. Fyrirtækið hefur á undanförnum misserum kynnt fjölda nýrra bíla og enn fleiri eru á leiðinni m.a. sportjepparnir GLE og GLC sem frumsýndir verða í haust. Við erum á fullu þessa dagana að taka niður forpantanir á GLC og GLE," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Boðið verður upp á 20% afslátt af auka- og varahlutum í Mercedes-Benz bifreiðar meðan á sýningunni stendur á laugardag.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent