Nýr Kia Sportage sýndur í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2015 09:54 Fjórða kynslóð Kia Sportage. Kia ætlar að kynna glænýjan Sportage jeppling af fjórðu kynslóð á bílasýningunni í Frankf¨!urt í næsta mánuði. Kia hefur nú þegar sent frá sér myndir af nýja bílnum og á þeim sjást talsverðar breytingar á bílnum þó ljóst sé að þar fari Kia Sportage. Aðalljósin eru ekki lengur greipt inní grill bílsins heldur hafa þau verið flutt upp og eru rétt neðan húdds. Hliðarnar eru inngreyptari og með sterkari línum og hjólskálaumgjörðirnar eru meira áberandi. Að sögn Kia er innréttingin af hæstu gæðum og mun veglegri en í fyrri bíl og efnisnotkun ríkulegri. Bíllinn var hannaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfürt, sem sýnir vel að bíllinn er miðaður við evrópskar þarfir. Kia Sportage er enda söluhæsti bíll Kia í Evrópu þó hann nái ekki sölu Nissan Qashqai þar. Hann er þriðji söluhæsti jepplingur Evrópu á eftir Qashqai og og Volkswagen Tiguan. Sala Kia Sportage óx um 15% í Evrópu á fyrstu 7 mánuðum ársins og alls seldust 66.447 bílar. Sala nýrrar kynslóðar Kia Sportage hefst á næsta ári. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Kia ætlar að kynna glænýjan Sportage jeppling af fjórðu kynslóð á bílasýningunni í Frankf¨!urt í næsta mánuði. Kia hefur nú þegar sent frá sér myndir af nýja bílnum og á þeim sjást talsverðar breytingar á bílnum þó ljóst sé að þar fari Kia Sportage. Aðalljósin eru ekki lengur greipt inní grill bílsins heldur hafa þau verið flutt upp og eru rétt neðan húdds. Hliðarnar eru inngreyptari og með sterkari línum og hjólskálaumgjörðirnar eru meira áberandi. Að sögn Kia er innréttingin af hæstu gæðum og mun veglegri en í fyrri bíl og efnisnotkun ríkulegri. Bíllinn var hannaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfürt, sem sýnir vel að bíllinn er miðaður við evrópskar þarfir. Kia Sportage er enda söluhæsti bíll Kia í Evrópu þó hann nái ekki sölu Nissan Qashqai þar. Hann er þriðji söluhæsti jepplingur Evrópu á eftir Qashqai og og Volkswagen Tiguan. Sala Kia Sportage óx um 15% í Evrópu á fyrstu 7 mánuðum ársins og alls seldust 66.447 bílar. Sala nýrrar kynslóðar Kia Sportage hefst á næsta ári.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent