Hrun markaða gæti minnkað bílasölu Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2015 09:53 Toyota Camry er jafnan söluhæsti fólksbíll í Bandaríkjunum. Það hrun sem varð á verðbréfamörkuðum í gær veldur bílasölum í Bandaríkjunum áhyggjum þar sem sala bíla er gjarnan í línulegu sambandi við hlutabréfaverð. Auk þess er tímasetning hrunsins nú óheppileg í ljósi þess að um 40% bílasölu í Bandaríkjunum fer yfirleitt fram í síðustu viku hvers mánaðar. Í ár vill svo til í Bandaríkjunum að „Labor day“-helgin, sem er vanalega gríðargóð í sölu bíla, er í september, en ekki í ágúst og þess vegna er búist við því að sala bíla í ágúst verði jafnvel minni í ár en í fyrra. Dow Jones vísitalan féll um 588 stig í gær, eða um 3,6% og þykja það ekki góðar fréttir fyrir bílasölu. Ágúst er vanalega mjög góður mánuður í bílsölu í Bandaríkjunum, en ekki er víst að svo verði í ár. Þó svo velferð fólks í Bandaríkjunum byggi ekki á hlutabréfaverði þá eru huglæg áhrif þess mikil og fólk hugsi sig verulega um varðandi stærri fjárfestingar á meðan hlutabréfaverð fellur. Á þetta sérstaklega við um sölu dýrari lúxusbíla þar sem kaupendur þeirra byggja fjárfestingar sínar meira á væntingum en þörfum fyrir nýjan bíl. Hlutabréf í General Motors féllu um 6% í gær og voru það fréttir af minnkandi bílasölu í Kína sem mest áhrif höfðu á lækkunina. Þrátt fyrir þessi óveðursský kemur á móti að lágt bensínverð, lágir vextir, mikið aðgengi að lánsfjármagni, lítið atvinnuleysi og gott efnahagsástand í Bandaríkjunum kemur til með að milda höggið varðandi bílsölu. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið í ár um 4,5% frá síðasta ári og stefnir í næst besta bílasöluár vestanhafs frá upphafi. Árið 2000 seldust 17,4 milljónir bíla í Bandaríkjunum, en nú stefnir í 17,2 milljón bíla sölu. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Það hrun sem varð á verðbréfamörkuðum í gær veldur bílasölum í Bandaríkjunum áhyggjum þar sem sala bíla er gjarnan í línulegu sambandi við hlutabréfaverð. Auk þess er tímasetning hrunsins nú óheppileg í ljósi þess að um 40% bílasölu í Bandaríkjunum fer yfirleitt fram í síðustu viku hvers mánaðar. Í ár vill svo til í Bandaríkjunum að „Labor day“-helgin, sem er vanalega gríðargóð í sölu bíla, er í september, en ekki í ágúst og þess vegna er búist við því að sala bíla í ágúst verði jafnvel minni í ár en í fyrra. Dow Jones vísitalan féll um 588 stig í gær, eða um 3,6% og þykja það ekki góðar fréttir fyrir bílasölu. Ágúst er vanalega mjög góður mánuður í bílsölu í Bandaríkjunum, en ekki er víst að svo verði í ár. Þó svo velferð fólks í Bandaríkjunum byggi ekki á hlutabréfaverði þá eru huglæg áhrif þess mikil og fólk hugsi sig verulega um varðandi stærri fjárfestingar á meðan hlutabréfaverð fellur. Á þetta sérstaklega við um sölu dýrari lúxusbíla þar sem kaupendur þeirra byggja fjárfestingar sínar meira á væntingum en þörfum fyrir nýjan bíl. Hlutabréf í General Motors féllu um 6% í gær og voru það fréttir af minnkandi bílasölu í Kína sem mest áhrif höfðu á lækkunina. Þrátt fyrir þessi óveðursský kemur á móti að lágt bensínverð, lágir vextir, mikið aðgengi að lánsfjármagni, lítið atvinnuleysi og gott efnahagsástand í Bandaríkjunum kemur til með að milda höggið varðandi bílsölu. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið í ár um 4,5% frá síðasta ári og stefnir í næst besta bílasöluár vestanhafs frá upphafi. Árið 2000 seldust 17,4 milljónir bíla í Bandaríkjunum, en nú stefnir í 17,2 milljón bíla sölu.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent