Styttist í Volvo S90 Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 15:56 Erfitt er að gera sér grein fyrir endanlegu útliti bílsins á þessari mynd sem náðist af bílnum. Þessi mynd náðist í prufuakstri af hinum nýja Volvo S90 fólksbíl sem leysa á af hólmi Volvo S80 bílinn. Þarna fer flaggskiup Volvo í fólksbílaflórunni og búast má við jafn glæstu útliti hans og hins nýja XC90 jeppa sem sala er nýlega hafin á. Mjög erfitt er að gera sér grein fyrir ytra útliti bílsins, svo vel er hann falinn með þykkum frauðplasthlífum, en þó sést að ljósin eru í ætt við XC90 og grillið stórt. Undirvagn þessa bíls er sá sami og undir XC90 jeppanum. Búast má við því að sömu vélargerðir verði einnig í boði í þessum bíl, með 400 hestafla tvíorkuaflrás sem þá kröftugustu. Líklega mun Volvo sýna þennan bíl seinna á þessu ári. Volvo S90 verður smíðaður í Daqing í Kína og þaðan verður bílnum dreift um allan heim. Á það sama við um hann og Volvo S60L bílinn. Í kjölfar „sedan“-útfærslunnar sem hér sést mun Volvo bjóða bílinn í langbaksútfærslu og mun hann heita Volvo V90 wagon. Vonandi er Volvo S90 líkur þessum Volvo Concept Coupé tilraunabíl. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Þessi mynd náðist í prufuakstri af hinum nýja Volvo S90 fólksbíl sem leysa á af hólmi Volvo S80 bílinn. Þarna fer flaggskiup Volvo í fólksbílaflórunni og búast má við jafn glæstu útliti hans og hins nýja XC90 jeppa sem sala er nýlega hafin á. Mjög erfitt er að gera sér grein fyrir ytra útliti bílsins, svo vel er hann falinn með þykkum frauðplasthlífum, en þó sést að ljósin eru í ætt við XC90 og grillið stórt. Undirvagn þessa bíls er sá sami og undir XC90 jeppanum. Búast má við því að sömu vélargerðir verði einnig í boði í þessum bíl, með 400 hestafla tvíorkuaflrás sem þá kröftugustu. Líklega mun Volvo sýna þennan bíl seinna á þessu ári. Volvo S90 verður smíðaður í Daqing í Kína og þaðan verður bílnum dreift um allan heim. Á það sama við um hann og Volvo S60L bílinn. Í kjölfar „sedan“-útfærslunnar sem hér sést mun Volvo bjóða bílinn í langbaksútfærslu og mun hann heita Volvo V90 wagon. Vonandi er Volvo S90 líkur þessum Volvo Concept Coupé tilraunabíl.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent