Yrðlingarnir alltaf tilbúnir að veiða hrút Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2015 11:45 Þau Guðrún Ýr og Benedikt eru meðal ellefu barna sem leika yrðlinga í óperunni Baldursbrá. Vísir Hvernig er að syngja í óperu? Benedikt: Bæði gaman og krefjandi, það er sérstaklega gaman þegar miklar æfingar skila árangri.Guðrún Ýr: Það er mjög gaman að syngja í óperu þótt það sé svolítið krefjandi.Hversu margir yrðlingar eru í Baldursbrá og hvernig eru þeir?Guðrún Ýr: Það eru ellefu yrðlingar og þeir eru mjög grimmir! Þeir eru alltaf tilbúnir að veiða hrút.Benedikt: Þeir vilja líkjast Rebba og herma eftir honum. En þeir eiga líka góðar hliðar þó að þeir reyni að éta hrútinn.Hafið þið séð tófugreni eða tófur úti í náttúrunni?Guðrún Ýr: Í sveitinni minni sáum við einu sinni tófugreni en síðan fundum við það ekki aftur.Benedikt: Ég hef bara séð uppstoppaðar tófur og í Húsdýragarðinum.Er óperan Baldursbrá fyrsta verkefni ykkar á sviði?Benedikt: Nei, ég var í Baldursbrá á Siglufirði og í Langholtskirkju og hef sungið í óperunum La Boheme og Carmen. Ég var í Dýrunum í Hálsaskógi og Jólahátíð Skoppu og Skrítlu. Svo hef ég sungið á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, Drengjakórs Reykjavíkur og í Maxímús Músíkús kætist í kór með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hef ég verið í Sönglist.Guðrún Ýr: Og ég hef verið í La Boheme , Maxímús Músíkús kætist í kór og Skrímslið litla systir mín.Eruð þið að læra söng – eða stefnið í svoleiðis nám?Benedikt: Já, ég hef verið í Drengjakór Reykjavíkur í fimm ár og fengið leiðsögn hjá Friðriki kórstjóra. Það kemur bara vel til greina að gera sönginn að atvinnu.Guðrún Ýr: Ég er í Graduale futuri kór Langholtskirkju og ætla í söngnám.Hvað fleira eruð þið að sýsla þessa dagana?Guðrún Ýr: Ég fer á hestbak og æfi mig á gítar.Benedikt: Á þessu ári hef ég verið í upptökum á jólaplötu með Viktori Orra úr Hjaltalín sem kemur út fyrir jól. Þar syng ég til dæmis með Þóru Einarsdóttur, Sigríði Thorlacius og systur minni Helenu. Ég er líka í Listdansskóla Íslands og að læra á píanó. Svo er ég í fermingarfræðslu hjá séra Pálma í Bústaðakirkju. Krakkar Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hvernig er að syngja í óperu? Benedikt: Bæði gaman og krefjandi, það er sérstaklega gaman þegar miklar æfingar skila árangri.Guðrún Ýr: Það er mjög gaman að syngja í óperu þótt það sé svolítið krefjandi.Hversu margir yrðlingar eru í Baldursbrá og hvernig eru þeir?Guðrún Ýr: Það eru ellefu yrðlingar og þeir eru mjög grimmir! Þeir eru alltaf tilbúnir að veiða hrút.Benedikt: Þeir vilja líkjast Rebba og herma eftir honum. En þeir eiga líka góðar hliðar þó að þeir reyni að éta hrútinn.Hafið þið séð tófugreni eða tófur úti í náttúrunni?Guðrún Ýr: Í sveitinni minni sáum við einu sinni tófugreni en síðan fundum við það ekki aftur.Benedikt: Ég hef bara séð uppstoppaðar tófur og í Húsdýragarðinum.Er óperan Baldursbrá fyrsta verkefni ykkar á sviði?Benedikt: Nei, ég var í Baldursbrá á Siglufirði og í Langholtskirkju og hef sungið í óperunum La Boheme og Carmen. Ég var í Dýrunum í Hálsaskógi og Jólahátíð Skoppu og Skrítlu. Svo hef ég sungið á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, Drengjakórs Reykjavíkur og í Maxímús Músíkús kætist í kór með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hef ég verið í Sönglist.Guðrún Ýr: Og ég hef verið í La Boheme , Maxímús Músíkús kætist í kór og Skrímslið litla systir mín.Eruð þið að læra söng – eða stefnið í svoleiðis nám?Benedikt: Já, ég hef verið í Drengjakór Reykjavíkur í fimm ár og fengið leiðsögn hjá Friðriki kórstjóra. Það kemur bara vel til greina að gera sönginn að atvinnu.Guðrún Ýr: Ég er í Graduale futuri kór Langholtskirkju og ætla í söngnám.Hvað fleira eruð þið að sýsla þessa dagana?Guðrún Ýr: Ég fer á hestbak og æfi mig á gítar.Benedikt: Á þessu ári hef ég verið í upptökum á jólaplötu með Viktori Orra úr Hjaltalín sem kemur út fyrir jól. Þar syng ég til dæmis með Þóru Einarsdóttur, Sigríði Thorlacius og systur minni Helenu. Ég er líka í Listdansskóla Íslands og að læra á píanó. Svo er ég í fermingarfræðslu hjá séra Pálma í Bústaðakirkju.
Krakkar Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira