Fjárfestar kaupa 5% hlut í Símanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2015 13:15 Höfuðstöðvar Símans. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Arion banki hefur selt hópi fjárfesta um 5% hlut í Símanum. Fjárfestahópurinn er samsettur af fjárfestum frá fimm löndum auk nokkurra af stjórnendum Símasamstæðunnar. Stefnt er að skráningu Símans á markað í haust. Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrir hópnum fari Bertrand Kan, hollenskur fjárfestir með áratuga reynslu af fjárfestingarstarfsemi á sviði fjarskipta, en það var Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem átti frumkvæði að því að hópurinn var myndaður. Arion Banki á eftir söluna um 33% í Símanum. Stefnt er að því að hlutabréf í Símanum verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í haust og stefnir bankinn að því að minnka eignarhlut sinn í félaginu með almennu útboði. "Jákvætt að sjá áhuga erlendra og innlendra fjárfesta. “Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka.Vísir/Gunnar V. AndréssonBertrand Kan, hollenski fjárfestirinn sem leiðir hóp fjárfestanna, vonast til þess að alþjóðleg reynsla hópsins komi fyrirtækinu að notum. Hann hefur áður komið nálægt viðskiptum með Símann en leiddi söluferli Símans fyrir hönd Morgan Stanley fyrir um áratugi síðan. „Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í að skrifa næsta kafla í sögu Símans, nú þegar skráning félagsins á hlutabréfamarkað er handan við hornið. Ég kynntist félaginu og íslenskum fjarskiptamarkaði fyrst fyrir um áratug þegar ég hafði með höndum það verkefni að leiða söluferli Símans fyrir hönd Morgan Stanley. Heimurinn hefur tekið miklum breytingum síðan þá, en ég vona að alþjóðleg reynsla mín og annarra fjárfesta í þessum hópi geti komið fyrirtækinu að notum í framtíðinni.“ Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka telur að það sé jákvætt að erlendir sem og innlendir fjárfestar sýnu Símanum áhuga. Arion Banki hyggst halda almennt útboð í haust til að minnka eignarhlut sinn í Símanum. „Það er gleðilegt að sjá áhuga fjárfesta á Símanum nú í aðdraganda skráningar félagsins í kauphöll. Okkur þykir jákvætt að sjá bæði erlenda og innlenda fjárfesta í þeim hópi sem nú kaupir hlut í Símanum og jafnframt að stjórnendur samstæðunnar séu orðnir hluthafar, en það sýnir trú þeirra á félaginu og framtíð þess.“ Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Arion banki hefur selt hópi fjárfesta um 5% hlut í Símanum. Fjárfestahópurinn er samsettur af fjárfestum frá fimm löndum auk nokkurra af stjórnendum Símasamstæðunnar. Stefnt er að skráningu Símans á markað í haust. Í tilkynningu frá Símanum segir að fyrir hópnum fari Bertrand Kan, hollenskur fjárfestir með áratuga reynslu af fjárfestingarstarfsemi á sviði fjarskipta, en það var Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem átti frumkvæði að því að hópurinn var myndaður. Arion Banki á eftir söluna um 33% í Símanum. Stefnt er að því að hlutabréf í Símanum verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í haust og stefnir bankinn að því að minnka eignarhlut sinn í félaginu með almennu útboði. "Jákvætt að sjá áhuga erlendra og innlendra fjárfesta. “Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka.Vísir/Gunnar V. AndréssonBertrand Kan, hollenski fjárfestirinn sem leiðir hóp fjárfestanna, vonast til þess að alþjóðleg reynsla hópsins komi fyrirtækinu að notum. Hann hefur áður komið nálægt viðskiptum með Símann en leiddi söluferli Símans fyrir hönd Morgan Stanley fyrir um áratugi síðan. „Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í að skrifa næsta kafla í sögu Símans, nú þegar skráning félagsins á hlutabréfamarkað er handan við hornið. Ég kynntist félaginu og íslenskum fjarskiptamarkaði fyrst fyrir um áratug þegar ég hafði með höndum það verkefni að leiða söluferli Símans fyrir hönd Morgan Stanley. Heimurinn hefur tekið miklum breytingum síðan þá, en ég vona að alþjóðleg reynsla mín og annarra fjárfesta í þessum hópi geti komið fyrirtækinu að notum í framtíðinni.“ Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion Banka telur að það sé jákvætt að erlendir sem og innlendir fjárfestar sýnu Símanum áhuga. Arion Banki hyggst halda almennt útboð í haust til að minnka eignarhlut sinn í Símanum. „Það er gleðilegt að sjá áhuga fjárfesta á Símanum nú í aðdraganda skráningar félagsins í kauphöll. Okkur þykir jákvætt að sjá bæði erlenda og innlenda fjárfesta í þeim hópi sem nú kaupir hlut í Símanum og jafnframt að stjórnendur samstæðunnar séu orðnir hluthafar, en það sýnir trú þeirra á félaginu og framtíð þess.“
Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira