Renault-Nissan segir upp 3.000 í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 14:03 Verksmiðja Renault- Nissan í Chennai í Indlandi. Nissan Micra rennur af færiböndunum. Bílasala í Indlandi er dræm um þessar mundir og bílframleiðendur hafa brugðist við því með ýmsu móti en líklega enginn með eins afgerandi hætti og Renault-Nissan ætlar að gera. Þar á bæ stendur til að segja upp um 3.000 manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Chennai í Indlandi. Í þessari verksmiðju er hægt að framleiða 400.000 bíla á ári. Þessar uppsagnir munu verða til þess að framleiddir verða um 20 bílar á klukkustund, en ekki 40 bílar nú. Þar eru framleiddir bílar með merkjum Renault, Nissan, Dacia og Datsun. Meðal bílgerða eru Dacia Duster og Lodgy og Nissan Micra og Terrano. Miklar birgðir standa nú fyrir utan verksmiðjuna, þar á meðal 5.140 Dacia Duster bílar og 4.100 Dacia Lodgy. Að auki eru 10.500 slíkir bílar hjá söluumboðum víðsvegar um Indland. Sala Nissan bíla hefur minnkað um 20% á árinu í Indlandi og um 4,5% í Renault bílum. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Bílasala í Indlandi er dræm um þessar mundir og bílframleiðendur hafa brugðist við því með ýmsu móti en líklega enginn með eins afgerandi hætti og Renault-Nissan ætlar að gera. Þar á bæ stendur til að segja upp um 3.000 manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Chennai í Indlandi. Í þessari verksmiðju er hægt að framleiða 400.000 bíla á ári. Þessar uppsagnir munu verða til þess að framleiddir verða um 20 bílar á klukkustund, en ekki 40 bílar nú. Þar eru framleiddir bílar með merkjum Renault, Nissan, Dacia og Datsun. Meðal bílgerða eru Dacia Duster og Lodgy og Nissan Micra og Terrano. Miklar birgðir standa nú fyrir utan verksmiðjuna, þar á meðal 5.140 Dacia Duster bílar og 4.100 Dacia Lodgy. Að auki eru 10.500 slíkir bílar hjá söluumboðum víðsvegar um Indland. Sala Nissan bíla hefur minnkað um 20% á árinu í Indlandi og um 4,5% í Renault bílum.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent