Mazda hefur ekki undan að framleiða CX-3 Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 14:00 Mazda CX-3. Autoblog Litli jepplingurinn Mazda CX-3 hefu fengið frábærar móttökur frá því hann kom á markað í vor og hefur bæði selst vel hér á landi og um allan heim. Vandamál Mazda, sem margir aðrir bílaframleiðendur vildu einmitt hafa, er að geta ekki framleitt nógu mörg eintök af bílnum. Áætla er að um fjórðungur heimsframleiðslunnar verði í Evrópu og að 38.000 bílar seljist af honum þar á ári. Ef að eftirspurnin verður meiri en það verða til framleiðsluvandamál hjá Mazda, líkt og gerst hefur með fleiri bílgerðir Mazda undanfarið, t.d. Mazda CX-5. Mazda er byggður á sama undirvagni og Mazda2 fólksbíllinn, en er aðeins lengri og hærri. Hann má fá bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn, en það er ekki títt með smærri jepplinga nú til dags. Hann keppir í sama flokki og aðrir vinsælir jepplingar eins og Renault Captur, Peugeot 2008, Fiat 500X og Opel Mokka. Mazda CX-3 verður seldur í Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu auk heimalandsins Japan og í Evrópu. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent
Litli jepplingurinn Mazda CX-3 hefu fengið frábærar móttökur frá því hann kom á markað í vor og hefur bæði selst vel hér á landi og um allan heim. Vandamál Mazda, sem margir aðrir bílaframleiðendur vildu einmitt hafa, er að geta ekki framleitt nógu mörg eintök af bílnum. Áætla er að um fjórðungur heimsframleiðslunnar verði í Evrópu og að 38.000 bílar seljist af honum þar á ári. Ef að eftirspurnin verður meiri en það verða til framleiðsluvandamál hjá Mazda, líkt og gerst hefur með fleiri bílgerðir Mazda undanfarið, t.d. Mazda CX-5. Mazda er byggður á sama undirvagni og Mazda2 fólksbíllinn, en er aðeins lengri og hærri. Hann má fá bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn, en það er ekki títt með smærri jepplinga nú til dags. Hann keppir í sama flokki og aðrir vinsælir jepplingar eins og Renault Captur, Peugeot 2008, Fiat 500X og Opel Mokka. Mazda CX-3 verður seldur í Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu auk heimalandsins Japan og í Evrópu.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent