Refsiaðgerðir ef ríki hunsa flóttamenn Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. september 2015 07:00 Þýskir lögreglumenn stöðva för flóttafólks á lestarstöð í Lübeck, en fólkið hugðist fara þaðan með lest til Danmerkur. vísir/EPA „Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
„Öll lönd verða að taka fulla ábyrgð á að hjálpa fólki á flótta,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, að loknum fundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín í gær. Bæði sögðu þau refsiaðgerðir vel hugsanlegar gagnvart þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins sem ekki vilja taka við flóttafólki í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda og efnahagsástand hvers lands. Fyrst eigi þó að fara samningaleiðina. „Til að byrja með ætlum við ekki að óska eftir refsingu eða gagnrýna hin aðildarríkin án þess að leita fyrst eftir samkomulagi,“ sagði Löfven. Svíar hafa á síðustu sólarhringum tekið við hundruðum flóttamanna, sem komu frá Þýskalandi til Danmerkur og vildu halda áfram til Svíþjóðar. Dönsk stjórnvöld hafa meinað þeim það, en sumir hafa komist með leynd yfir til Svíþjóðar og fengið góðar móttökur þar. Á blaðamannafundi í gærmorgun sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stjórn sína eiga í viðræðum við bæði sænsk og þýsk stjórnvöld. Mögulega væri hægt að semja um að senda þá áfram til Svíþjóðar, sem það vilja. Sjálfur sagðist hann hins vegar ekki sjá ástæðu til þess að Danir tækju við mikið fleiri flóttamönnum í ár, enda hafi Danir tekið við ansi mörgum í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar hann sjálfur var í stjórnarandstöðu. „Á síðasta ári vorum við í fimmta sæti yfir þau lönd sem tóku við flestum flóttamönnum. Og hvað varðar sýrlenska flóttamenn, þá vorum við í þeirri stöðu að einungis eitt Evrópuland tók við fleirum en við. Þannig að við erum með siðferðið okkar megin,“ sagði hann. Rasmussen fékk gagnrýni úr ýmsum áttum í gær fyrir að notfæra sér þessar tölur til að réttlæta stefnu sína í málefnum flóttamanna. Hann hafi notað þessar sömu tölur í kosningabaráttunni í júní til þess að gagnrýna þáverandi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Annað hljóð er í bæði Svíum og Þjóðverjum, sem eru fúsir til að taka við mun fleiri flóttamönnum. „Ég tel að við gætum örugglega tekið við hálfri milljón eða svo í nokkur ár,“ sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, í sjónvarpsviðtali. „Ég efast ekkert um það, jafnvel fleirum,“ bætti hann við. Þjóðverjar eru rúmlega 80 milljónir, þannig að hálf milljón manns á ári jafngildir ríflega 0,6 prósentum mannfjöldans. Hér á landi væri sambærileg tala 2.000 manns, árlega. Stríðsátökin í Sýrlandi, sem nú hafa staðið yfir í fjögur og hálft ár, hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Hálf sýrlenska þjóðin, um tólf milljónir manna, hafa hrakist frá heimilum sínum. Innan við 200 þúsund þeirra eru komnir til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira