Djarflega hannaður kraftaköggull Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2015 08:45 Nissan Juke er óvenjulega teiknaður en hörkuflottur smár jepplingur. Reynsluakstur – Nissan Juke Skrítni jepplingurinn. Jepplingurinn sem sumir elska útlitsins vegna en öðrum finnst ljótur. Þetta er Nissan juke og Nissan fær plús í kladdann fyrir að sýna djörfung við hönnun hans. Persónulega finnst mér hann ferlega flottur útlits, en sitt sýnist hverjum. Hér er kominn einn minnsti jepplingurinn á markaðnum, en í leiðinni einn sá athygliverðasti, ekki síst verðsins vegna. Hverjum hefði dottið í hug að hægt væri að fá jeppling á innan við 4 milljónir króna sem er 190 hestöfl. Það er hægt í tilviki Nissan Juke, en þá er hann með framhjóladrifi og beinskiptur. Fyrir svo smáan jeppling er nefnilega alls ekki vitlaust að hafa hann beinskiptan og þannig er hann skemmtilegri með allt þetta afl. Þannig var reynsluakstursbíllinn ekki, heldur sjálfskiptur og þannig kostar hann 4,6 milljónir. Í fyrra var sá beinskipti reyndur erlendis með þessari öflugu vél og var hann hrikalega skemmtilegur bíll og alger raketta. Reyndar er hægt að fá Juke með 110 hestafla dísilvél á 3,6 milljónir og fer þar góður kostur líka.Krefst frísklegra lita Annað mjög skemmtilegt við Juke er að hægt er að persónugera bílinn með alls konar lituðum flötum bæði innan og utan á bílnum og hef ég séð ýmsar mjög fallegar útfærslur þess og alveg þess virði að bæta þeim við og líklega er þá enginn á alveg eins bíl, sannarlega kostur. Kannski veitir ekki af að skreyta Juke aðeins að innan en innréttingin er í sjálfu sér ekkert sláandi falleg, en þess heldur er gaman að kaupa í hann glaða liti og fríska hann aðeins upp. Talandi um liti þá finnst mér að þessum bíl beri best að skarta djörfum litum og fallegur er hann í rauðu, gulu og bláu litunum og með því sker hann sig úr þeim litlausa bílaflota sem byggst hefur upp hérlendis á undanförnum árum þar sem enginn þorir neinu. En talandi um innréttinguna, þá er hún hlaðin plasti og á ekkert skilt við lúxusinnréttingar. Verð bílsins skýrir þetta best út og kannski engin ástæða til að reyna einhverjar kúnstir í þessum bíl, hann á að vera einfaldur, en samt töff og það er hann , alger töffari. Því ætti hann að höfða mikið til yngri kynslóðarinnar og mikinn grun hef ég um að kaupendahópur hans sé öllu yngri en með margan annan jepplinginn. Stjórntækin í bílnum eru einföld og í raun er þar samt allt sem til þarf. Sætin eru fín og ágætlega fer um aftursætisfarþega þrátt fyrir að afturlína bílsins halli gæjalega aftur. Það hinsvegar tekur mjög af skottrýminu og er það ferlega lítið og varla hægt að troða þar stærri ferðatösku. Þetta er því fremur borgarjepplingur á sterum en ekki heppilegasti ferðabíllinn, nema aðeins tveir séu að ferðast og þá má bara leggja niður aftursætin og þá er plássið nægt.Lítil vélin römm af afli Vélarkostirnir í Juke eru 110 hestafla dísilvél, 117 og 190 hestafla bensínvél. Báðar bensínvélarnar eru með 1,6 lítra sprengirými en sú öflugri með forþjöppu. Sú öfluga var í reynsluaksturbílnum og þar fer skemmtileg vél sem hendir þessum 1.455 kílóa smájepplingu vel áfram. Þetta afl minnir á aflið í lúxusjeppum og hann er aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á 15,4 sekúndum. Það er óvanalegt fyrir svo ódýran bíl. Fyrir vikið er aksturinn skemmtilegur og fjöðrun bílsins í stíl við mikið aflið. Sérstaka athygli vakti hve stýring bílsins er nákvæm, skemmtileg og hrein framlenging á höndum ökumanns. Þarna hefur Nissan gert afar vel. Sjálfskiptingin er CVT-gerðar og þar fer nú ekki skemmtilegasta skipting heims, en er þó alveg þokkaleg. Best er að setja hana í Sport-mode og þrykkja bensínfætinum niður og finna þannig fyrir afli bílsins. Auðvitað gerði það að verkum að bíllinn eyddi ekki eins og best verður á kosið fyrir 1,6 lítra vél sem gefin er upp með 6,5 lítra meðaleyðslu. Hún reyndist vera 11,3 svo til allan tímann í reynsluakstrinum, en auðvitað má gera miklu betur en það í eðlilegum akstri. Hámarksafli vélarinnar má ná á milli 1.600 til 5.200 snúningum og þessi vél er ekki hrædd við það að leika við rauðu línuna við 6.400 snúninga. Með 50/50 dreifingu afls milli öxla er nægt grip til að stefna engum í hættu við slíkan akstur. Mjög stutt er á milli öxla á þessum smá bíl og fyrir því finnst í beygjum og þarf ökumaður að gæta þess, bæði í kröppum beygjum sem og á hraðahindrunum.Frábær kostur fyrir þá sem þora Nissan Juke kom fyrst á markað árið 2010 og hann fékk flotta andlitslyftingu í fyrra og er fyrir vikið enn flottari bíll og enn hlaðnari nýjustu tækni, sem Nissan bílar eru nú þekktir fyrir. Með tilkomu þessa jepplings blása ferskir vindar og margir aðrir bílaframleiðendur öfunda Nissan af þessum bíl og gerast nú djarfari við hönnun eigin bíla. Juke á marga samkeppnisbíla og mætti þar nefna Renault Captur, Peugeot 2008, Mazda CX-3, Suzuki S-Cross og Opel Mokka, sem allir eru smávaxnir jepplingar. Juke er þeirra fallegastur þó svo Mazda CX-3 komist nálægt að mínu mati. Með Nissan Juke er kominn óvenjulega sætur jepplingur sem freista ætti þeirra sem kjósa óvenjulega og djarfa bíla, bíll fyrir þá sem þora og í leiðinni ferlega ksemmtilegur bíll sem fá má með mjög öflugri vélk fyrir lítinn pening. Ég mæli þó eindregið með beinskiptri útfærslu hans og sparnaði í leiðinni uppá 600.000 krónur, þó svo að fórnað sé fjórhjóladrifinu, sem fæstir munu hvort sem er nota í svo smáum bíl.Kostir: Útlit, afl vélar, lágt verðÓkostir: Lágstemmd innrétting, lítið skottrými, 1,6 l. bensínvél, 190 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 153 g/km CO2 Hröðun: 6,9 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð frá: 3.990.000 kr. Umboð: BLTiltölulega einföld og hrá innrétting, en samt eitthvað frísklegt við hana.Lagleg ljóaumgjörð og í heild flottur framendi.Skottið er lítið en því má bjarga með því að fella niður aftursætin. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Reynsluakstur – Nissan Juke Skrítni jepplingurinn. Jepplingurinn sem sumir elska útlitsins vegna en öðrum finnst ljótur. Þetta er Nissan juke og Nissan fær plús í kladdann fyrir að sýna djörfung við hönnun hans. Persónulega finnst mér hann ferlega flottur útlits, en sitt sýnist hverjum. Hér er kominn einn minnsti jepplingurinn á markaðnum, en í leiðinni einn sá athygliverðasti, ekki síst verðsins vegna. Hverjum hefði dottið í hug að hægt væri að fá jeppling á innan við 4 milljónir króna sem er 190 hestöfl. Það er hægt í tilviki Nissan Juke, en þá er hann með framhjóladrifi og beinskiptur. Fyrir svo smáan jeppling er nefnilega alls ekki vitlaust að hafa hann beinskiptan og þannig er hann skemmtilegri með allt þetta afl. Þannig var reynsluakstursbíllinn ekki, heldur sjálfskiptur og þannig kostar hann 4,6 milljónir. Í fyrra var sá beinskipti reyndur erlendis með þessari öflugu vél og var hann hrikalega skemmtilegur bíll og alger raketta. Reyndar er hægt að fá Juke með 110 hestafla dísilvél á 3,6 milljónir og fer þar góður kostur líka.Krefst frísklegra lita Annað mjög skemmtilegt við Juke er að hægt er að persónugera bílinn með alls konar lituðum flötum bæði innan og utan á bílnum og hef ég séð ýmsar mjög fallegar útfærslur þess og alveg þess virði að bæta þeim við og líklega er þá enginn á alveg eins bíl, sannarlega kostur. Kannski veitir ekki af að skreyta Juke aðeins að innan en innréttingin er í sjálfu sér ekkert sláandi falleg, en þess heldur er gaman að kaupa í hann glaða liti og fríska hann aðeins upp. Talandi um liti þá finnst mér að þessum bíl beri best að skarta djörfum litum og fallegur er hann í rauðu, gulu og bláu litunum og með því sker hann sig úr þeim litlausa bílaflota sem byggst hefur upp hérlendis á undanförnum árum þar sem enginn þorir neinu. En talandi um innréttinguna, þá er hún hlaðin plasti og á ekkert skilt við lúxusinnréttingar. Verð bílsins skýrir þetta best út og kannski engin ástæða til að reyna einhverjar kúnstir í þessum bíl, hann á að vera einfaldur, en samt töff og það er hann , alger töffari. Því ætti hann að höfða mikið til yngri kynslóðarinnar og mikinn grun hef ég um að kaupendahópur hans sé öllu yngri en með margan annan jepplinginn. Stjórntækin í bílnum eru einföld og í raun er þar samt allt sem til þarf. Sætin eru fín og ágætlega fer um aftursætisfarþega þrátt fyrir að afturlína bílsins halli gæjalega aftur. Það hinsvegar tekur mjög af skottrýminu og er það ferlega lítið og varla hægt að troða þar stærri ferðatösku. Þetta er því fremur borgarjepplingur á sterum en ekki heppilegasti ferðabíllinn, nema aðeins tveir séu að ferðast og þá má bara leggja niður aftursætin og þá er plássið nægt.Lítil vélin römm af afli Vélarkostirnir í Juke eru 110 hestafla dísilvél, 117 og 190 hestafla bensínvél. Báðar bensínvélarnar eru með 1,6 lítra sprengirými en sú öflugri með forþjöppu. Sú öfluga var í reynsluaksturbílnum og þar fer skemmtileg vél sem hendir þessum 1.455 kílóa smájepplingu vel áfram. Þetta afl minnir á aflið í lúxusjeppum og hann er aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á 15,4 sekúndum. Það er óvanalegt fyrir svo ódýran bíl. Fyrir vikið er aksturinn skemmtilegur og fjöðrun bílsins í stíl við mikið aflið. Sérstaka athygli vakti hve stýring bílsins er nákvæm, skemmtileg og hrein framlenging á höndum ökumanns. Þarna hefur Nissan gert afar vel. Sjálfskiptingin er CVT-gerðar og þar fer nú ekki skemmtilegasta skipting heims, en er þó alveg þokkaleg. Best er að setja hana í Sport-mode og þrykkja bensínfætinum niður og finna þannig fyrir afli bílsins. Auðvitað gerði það að verkum að bíllinn eyddi ekki eins og best verður á kosið fyrir 1,6 lítra vél sem gefin er upp með 6,5 lítra meðaleyðslu. Hún reyndist vera 11,3 svo til allan tímann í reynsluakstrinum, en auðvitað má gera miklu betur en það í eðlilegum akstri. Hámarksafli vélarinnar má ná á milli 1.600 til 5.200 snúningum og þessi vél er ekki hrædd við það að leika við rauðu línuna við 6.400 snúninga. Með 50/50 dreifingu afls milli öxla er nægt grip til að stefna engum í hættu við slíkan akstur. Mjög stutt er á milli öxla á þessum smá bíl og fyrir því finnst í beygjum og þarf ökumaður að gæta þess, bæði í kröppum beygjum sem og á hraðahindrunum.Frábær kostur fyrir þá sem þora Nissan Juke kom fyrst á markað árið 2010 og hann fékk flotta andlitslyftingu í fyrra og er fyrir vikið enn flottari bíll og enn hlaðnari nýjustu tækni, sem Nissan bílar eru nú þekktir fyrir. Með tilkomu þessa jepplings blása ferskir vindar og margir aðrir bílaframleiðendur öfunda Nissan af þessum bíl og gerast nú djarfari við hönnun eigin bíla. Juke á marga samkeppnisbíla og mætti þar nefna Renault Captur, Peugeot 2008, Mazda CX-3, Suzuki S-Cross og Opel Mokka, sem allir eru smávaxnir jepplingar. Juke er þeirra fallegastur þó svo Mazda CX-3 komist nálægt að mínu mati. Með Nissan Juke er kominn óvenjulega sætur jepplingur sem freista ætti þeirra sem kjósa óvenjulega og djarfa bíla, bíll fyrir þá sem þora og í leiðinni ferlega ksemmtilegur bíll sem fá má með mjög öflugri vélk fyrir lítinn pening. Ég mæli þó eindregið með beinskiptri útfærslu hans og sparnaði í leiðinni uppá 600.000 krónur, þó svo að fórnað sé fjórhjóladrifinu, sem fæstir munu hvort sem er nota í svo smáum bíl.Kostir: Útlit, afl vélar, lágt verðÓkostir: Lágstemmd innrétting, lítið skottrými, 1,6 l. bensínvél, 190 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,5 l./100 km í bl. akstri Mengun: 153 g/km CO2 Hröðun: 6,9 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð frá: 3.990.000 kr. Umboð: BLTiltölulega einföld og hrá innrétting, en samt eitthvað frísklegt við hana.Lagleg ljóaumgjörð og í heild flottur framendi.Skottið er lítið en því má bjarga með því að fella niður aftursætin.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent