Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 3,7% í júlí Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 14:30 Volkswagen Passat. Volkswagen Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent