Tryggingagjald lækki um 1 prósentustig Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 08:00 Samtök iðnaðarins segja að bæði atvinnurekendur og launþegar beri byrðarnar af tryggingagjaldinu, jafnvel þótt það sé launþegum ekki sýnilegt. vísir/daníel Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á. Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á.
Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira