Ætla að ganga til Austurríkis Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. september 2015 07:00 Hundruð manna héldu af stað frá aðalbrautarstarstöðinni í Búdapest í gær og eru þarna að fara yfir Elísabetarbrúna. Nordicphotos/AFP Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum. Flóttamenn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa nú brugðist við flóttamannastraumnum frá Sýrlandi með því að bjóða þúsundum flóttamanna til landsins, til viðbótar þeim sem þegar hafa fengið vilyrði, og ætla að verja 100 milljónum punda til viðbótar í mannúðaraðstoð til flóttafólks í Sýrlandi, Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon. Nærri 400 þúsund Bretar höfðu í gær skrifað undir áskorun til Davids Cameron forsætisráðherra á netinu um að taka við fleiri flóttamönnum. Í gær héldu hundruð flóttamanna af stað frá Búdapest fótgangandi og sögðust ætla að fara alla leið til Austurríkis, en það er 200 kílómetra löng ganga. Ungversk stjórnvöld hafa ekki viljað leyfa fólkinu að halda áfram með lest til Þýskaland, jafnvel þótt fólkið sé með fullgilda farmiða. Forsætisráðherrar Ungverjalands, Tékklands, Slóvakíu og Póllands hafa hafnað öllum hugmyndum um að komið verði á fót kvótakerfi fyrir flóttafólk, þannig að öll aðildarríki Evrópusambandsins takið við ákveðnum fjölda fólks í samræmi við fólksfjölda og efnahagsstöðu landanna. „Nú er stund sannleikans runnin upp í Evrópu,” sagði Antonio Guterres, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, í harðorðri yfirlýsingu í gær. Hann gagnrýnir þar aðgerðaleysi og ráðleysi Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. „Evrópa getur ekki haldið áfram að bregðast við þessum vanda með smáskömmtum eða stigvaxandi aðkomu. Ekkert land getur gert þetta upp á eigin spýtur, og ekkert land getur skorast undan,“ segir hann. „Við megum ekki gleyma þeirri sérstöku ábyrgð sem öll ríki bera gagnvart flóttafólki, eins og kveðið er á um í alþjóðalögum.“ Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, gagnrýnir sömuleiðis mislukkaða innflytjendastefnu Evrópusambandsins í aðsendri grein, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í fyrradag. Jafnframt grípur hann til varna fyrir eigin ósveigjanleika gagnvart flóttafólkinu, sem Ungverjar hafa meinað för í gegnum landið. Hann spyr hvernig sá, sem verður fyrir áhlaupi, eigi að geta bjargað nokkrum manni og segir jafnframt nauðsynlegt að verja hina kristnu Evrópu gegn íslömsku flóttafólki. „Er það ekki áhyggjuefni að kristið fólk í Evrópu eigi nú í mestu vandræðum með að halda Evrópu kristinni?“ spyr Orban. „Við höfum engan valkost, við verðum að verja landamærin okkar.“ Þessi orð vöktu hörð viðbrögð víða í Evrópu og meira að segja í ungverskum fjölmiðlum.
Flóttamenn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira