Fyrstu Tesla Model X afhentir 29. september Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2015 13:36 Tesla Model X. Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent
Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent