Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 4. september 2015 07:00 Flóttafólk hópast að lest á aðalbrautarstöðinni í Búdapest. Einhverjir meiddust í troðningnum. NordicPhotos/AFP Flóttafólk kepptist í gær við að komast um borð í járnbrautalestir áleiðis til Þýskalands eftir að stjórnvöld hleyptu því inn í aðalbrautarstöðina í Búdapest, þar sem þúsundir manna höfðu beðið í meira en tvo sólarhringa. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir hins vegar að flóttamannavandinn sé hvorki ungverskt vandamál né samevrópskt vandamál, heldur fyrst og fremst vandamál Þjóðverja. „Enginn vill vera áfram í Ungverjalandi, né heldur í Slóvakíu, Póllandi eða Eistlandi. Allir vilja fara til Þýskalands,“ sagði hann í gær. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Evrópuríki hins vegar til þess að taka við að minnsta kosti 100 þúsund flóttamönnum til að létta þrýstingnum af Grikklandi og Ítalíu, sem fengið hafa stærstan hluta flóttamannastraumsins til sín. Þá gerðu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel Þýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti, í gær með sér samkomulag um að styðja, á vettvangi Evrópusambandsins, tillögur um að aðildarríkjunum verði gert skylt að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Bindandi kvóti verði lagður á. Ljóst er þó að verulegur ágreiningur er meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um réttmæti þess að taka við flóttamönnum. Þjóðarleiðtogar í austanverðri Evrópu eru yfirleitt tregari til þess en þeir sem eru vestan megin í álfunni. Þannig reikna Þjóðverjar með því að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, meira en nokkurt annað Evrópuríki. Og Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir að þótt þetta þýði vissulega álag fyrir Þýskaland, þá muni Þjóðverjar vel ráða við það. Svo spyr Gabriel hvers vegna í ósköpunum ekki séu sendar ferjur til þess að taka við flóttamönnum og flytja þá yfir til Evrópu, í staðinn fyrir að láta þá taka áhættuna á því að fara ólöglega með yfirfullum flóttamannaskipum yfir Miðjarðarhafið. „Hvers vegna geta sýrlenskar flóttamannafjölskyldur ekki komið til Evrópu með ferju?“ spurði Gabriel í gær á ráðstefnu þýska sósíaldemókrataflokksins, þar sem fjallað var um innflytjendamál. Þá fór Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mikinn í viðtali við CNN í gær. „Í fullri hreinskilni er mín skoðun að þetta vandamál sé á ábyrgð vestrænna þjóða,“ sagði forsetinn. „Evrópa þarf að koma af stað samræmdu verkefni þar sem flóttamönnum er gefið það tækifæri að bjarga lífi sínu. Evrópuþjóðir, sem skilgreindu viðmiðin fyrir mannréttindi og frelsi, snúa nú baki við þeim gildum. Þær hafa breytt svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf, vöggu fornra menningarþjóða, í grafreit flóttamanna og eru hlutaðeigandi í þeim glæp sem á sér stað í hvert skipti sem flóttamaður lætur lífið,“ sagði Erdogan. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Flóttafólk kepptist í gær við að komast um borð í járnbrautalestir áleiðis til Þýskalands eftir að stjórnvöld hleyptu því inn í aðalbrautarstöðina í Búdapest, þar sem þúsundir manna höfðu beðið í meira en tvo sólarhringa. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir hins vegar að flóttamannavandinn sé hvorki ungverskt vandamál né samevrópskt vandamál, heldur fyrst og fremst vandamál Þjóðverja. „Enginn vill vera áfram í Ungverjalandi, né heldur í Slóvakíu, Póllandi eða Eistlandi. Allir vilja fara til Þýskalands,“ sagði hann í gær. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Evrópuríki hins vegar til þess að taka við að minnsta kosti 100 þúsund flóttamönnum til að létta þrýstingnum af Grikklandi og Ítalíu, sem fengið hafa stærstan hluta flóttamannastraumsins til sín. Þá gerðu leiðtogar Frakklands og Þýskalands, þau Angela Merkel Þýskalandskanslari og François Hollande Frakklandsforseti, í gær með sér samkomulag um að styðja, á vettvangi Evrópusambandsins, tillögur um að aðildarríkjunum verði gert skylt að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Bindandi kvóti verði lagður á. Ljóst er þó að verulegur ágreiningur er meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um réttmæti þess að taka við flóttamönnum. Þjóðarleiðtogar í austanverðri Evrópu eru yfirleitt tregari til þess en þeir sem eru vestan megin í álfunni. Þannig reikna Þjóðverjar með því að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum í ár, meira en nokkurt annað Evrópuríki. Og Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, segir að þótt þetta þýði vissulega álag fyrir Þýskaland, þá muni Þjóðverjar vel ráða við það. Svo spyr Gabriel hvers vegna í ósköpunum ekki séu sendar ferjur til þess að taka við flóttamönnum og flytja þá yfir til Evrópu, í staðinn fyrir að láta þá taka áhættuna á því að fara ólöglega með yfirfullum flóttamannaskipum yfir Miðjarðarhafið. „Hvers vegna geta sýrlenskar flóttamannafjölskyldur ekki komið til Evrópu með ferju?“ spurði Gabriel í gær á ráðstefnu þýska sósíaldemókrataflokksins, þar sem fjallað var um innflytjendamál. Þá fór Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mikinn í viðtali við CNN í gær. „Í fullri hreinskilni er mín skoðun að þetta vandamál sé á ábyrgð vestrænna þjóða,“ sagði forsetinn. „Evrópa þarf að koma af stað samræmdu verkefni þar sem flóttamönnum er gefið það tækifæri að bjarga lífi sínu. Evrópuþjóðir, sem skilgreindu viðmiðin fyrir mannréttindi og frelsi, snúa nú baki við þeim gildum. Þær hafa breytt svæðinu umhverfis Miðjarðarhaf, vöggu fornra menningarþjóða, í grafreit flóttamanna og eru hlutaðeigandi í þeim glæp sem á sér stað í hvert skipti sem flóttamaður lætur lífið,“ sagði Erdogan.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira